Vernd leiði til stöðnunar

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Eggert

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra óskar eftir aukinni samkeppni í landbúnaði og segir að það eigi ekki að vera náttúrulögmál að matvælaverð hér á landi sé það hæsta í heimi.

Hann segir verndarkerfið leiða til lágrar framleiðni og stöðunar.

„Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum,“ skrifar Þorsteinn á Facebook-síðu sína og bætir við að það sé löngu tímabært að breyta þessu, hagsmunir almennings eigi að ráða för.

Þorsteinn birti súlurit með færslunni þar sem byggir á tölum frá Numbeo. Þar er borinn saman mánaðarlegur kostnaður matarkörfu fyrir einstakling í átta löndum. 

Hér má sjá muninn á löndunum átta.
Hér má sjá muninn á löndunum átta.

Íslenska súlan er hæst þeirra allra en súlunum er skipt í tvo hluta. Efri hlutinn er kostnaður af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar en sú neðri er kostnaður við matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar.

Munurinn á þeim vörum sem eru í virkri samkeppni við innflutning, þar er verðmunurinn ekki mikill. Það er gríðarlegur munur á verði þegar kemur að vöruflokkum sem mestar verndar njóta.

Bendir á hið augljósa

Spurður að því hvort skoðanir hans um aukna samkeppni í landbúnaði rími við skoðanir starfssystkina hans í ríkisstjórninni segist Þorsteinn ekki hafa velt því fyrir sér. 

„Ég er einfaldlega að benda á mynd sem blasir augljóslega við. Það er mjög hátt matvælaverð hér á landi. Markmiðið að lækka það myndi gera lífskjör okkar mun samkeppnishæfari heldur en þau eru í dag og auka kaupmátt almennings,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is.

Hann segir að samkeppni sé fagnað á mörgum sviðum samfélagsins. Til að mynda hafi komu Costco verið fagnað og beðið sé með eftirvæntingu eftir því hver áhrif H&M verða á fataverð hér á landi. 

„Það ætti ekki að koma neitt á óvart þar að menn horfi til landbúnaðarins sem búið hefur við mjög mikið verndarkerfi um áratugaskeið. Þar gætu kraftar samkeppni bæði lækkað vöruverð og um leið, með sambærilegum hætti og við sáum í grænmetisframleiðslu, þá gæti aukin samkeppni haft jákvæð áhrif á innlenda framleiðsluþáttinn.“

Vernd leiðir til stöðnunar

Ráðherra bætir við að atvinnulíf þróist með því að mæta samkeppni. „Verndin leiðir til lágrar framleiðni og stöðnunar í greininni sjálfri,“ segir Þorsteinn og bætir við að reyna ætti að beina stuðningnum við landbúnað meira í beingreiðslu til bænda frekar en framleiðslutengda styrki. 

„Um leið ætti að afnema innflutningsverndina í áföngum. Þannig myndu bændur takast á við aukna samkeppni en njóta áfram stuðnings til sinnar framleiðslu. Ég er fjarri því andsnúinn landbúnaði.“

mbl.is

Innlent »

„Var ekki ölvaður þá“

06:11 Ofurölvi maður var handtekinn við Skjólbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi en hann er einnig grundaður um að hafa valdið umferðaróhappi fyrr um daginn. Maðurinn segist ekki hafa verið orðinn ölvaður þegar það varð. Meira »

Fimmtánfalt fleiri gestir

05:30 Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld. Meira »

„Hefur hvergi gefist vel“

05:30 „Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

05:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

05:30 Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

Lág tilboð í gatnagerð

05:30 Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Gröfu og grjóts ehf., í 1. áfanga gatnagerðar og stofnlagna í Vogabyggð 2. Meira »

Reikna vísitölur fiskistofna

05:30 Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi funda nú í Reykjavík um ástand uppsjávarstofna í Norðaustur-Atlantshafi. Fundurinn er haldinn í kjölfar árlegs rannsóknarleiðangurs sem farinn var fyrr í sumar. Meira »

Andlát: Oddur Ólafsson

05:30 Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933.   Meira »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
 
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...