„Við eigum fullkomlega erindi“

Gunnar Smári Egilsson á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum ekki lýst því yfir að við séum á leið í framboð og höfum meira að segja tekið það skýrt fram að við ætlum ekki að ræða slíka hluti fyrr en með haustinu. Þannig að það kemur okkur raunverulega ekkert á óvart þó að fólk sé ekki að segjast ætla að kjósa okkur. Það er ekki ljóst hverjir verða í framboði fyrir okkur og ekki komið fram hver kosningastefnan okkar verður eða neitt slíkt. Þannig að ég væri mjög hissa á ef fólk lýsti því yfir að það ætlaði að kjósa okkur þó svo að við séum ekki í framboði. Það væri líklega einstakt í sögunni ef það myndi gerast.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður bráðabirgðastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í samtali við mbl.is spurður um gengi flokksins í skoðanakönnunum undanfarna mánuði frá því að hann var formlega stofnaður 1. maí. Bráðabirgðastjórn var þá kjörin sem meðal annars er ætlað að efla starf Sósíalistaflokksins og undirbúa Sósíalistaþing, landsfund flokksins, sem fram fer í haust. En þrátt fyrir talsverða fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda stofnfundarins hefur Sósíalistaflokkurinn ekki komist á blað í könnunum fram til þessa yfir þá flokka sem nefndir eru sem valkostir.

Engar áhyggjur af fylgi flokksins

„Ég held að það sé ekki boðið upp á okkur sem valkost í skoðanakönnunum. Mér finnst ekkert óeðlilegt að þegar valkostinum er ekki haldið að fólki og að við höfum ekki lýst yfir framboði eða gefið það upp hvort við verðum í framboði þá þykir mér ekkert óeðlilegt að fólk, þrátt fyrir að vera kannski rammir sósíalistar, sé líklegra til þess að velja úr þeim kostum sem haldið er að því,“ segir Gunnar Smári ennfremur. Fyrir vikið hafi hann engar áhyggjur af fylgi flokksins. „Við höfum einfaldlega verið að vinna í innri málum okkar og lítið verið að beita okkur út á við.“

Fyrir vikið segi skoðanakannanir á þessu stigi ekkert um möguleika Sósíalistaflokksins. „Ef við vildum kanna þau mál þá myndum við bara gera slíka könnun. Við gerðum það að sumu leyti í vor með því að bjóða fólki að skrá sig í flokkinn og fengum um 1500 manns sem segir okkur að við eigum fullkomlega erindi. Við erum að vinna núna með þessum hópi í því að byggja hann upp og við erum ekki í neinum vafa um þörfina fyrir okkur og erindi okkar.“ Það skemmtilega í pólitíkinni í dag sé endurvakning sósíalismans í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar um heiminn.

Stofna sellur víða um landið

Varðandi framhaldið segir Gunnar Smári að meðal annars málefnavinna sé í fullum gangi innan Sósíalistaflokksins og þá standi til að stofna sellur víða um land. „Við erum núna að hefja málefnavinnu sem byggir á slembivali út úr hópi félaga. Það eru að fara í gang fjórir málefnahópar um húsnæðismál, heilbrigðismál, lýðræðismál og sameiginlega sjóði. Síðan erum við að hefja starf á meðal félaganna. Við erum að búa til svona sellur sem skipt verður eftir nágrönnum, byggðalögum og hverfum.“ Ennfremur séu starfandi hagsmunahópar líkt og hópur leigjenda.

„Þannig að við erum einfaldlega að byggja upp hreyfingu og eigum síðan eftir að ákveða með haustinu hvort við ætlum að vera flokkur í framboði. Það er ekki frágengið. Mér finnst líklegt að það verði niðurstaðan. En það er til dæmis ekkert endilega víst að við tökum þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Það kann að vera að fyrsta verkefnið verði að bjóða fram í verkalýðsfélögunum.“

mbl.is

Innlent »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

Í gær, 19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »

Eykur stuðning við Reykjavíkurmaraþon

Í gær, 19:51 Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. Meira »

Ók utan í lögreglubíl

Í gær, 19:44 Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri. Meira »

Ísland tvisvar á lista CNN

Í gær, 19:44 Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

Í gær, 18:30 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Tilkynnt um eld á Laugavegi

Í gær, 17:37 Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða. Meira »

Kýldi löggu, rændi bíl og ók á Leifsstöð

Í gær, 18:46 Maður ók bifreið á Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk. Meira »

Tveir bílar og hestakerra ultu

Í gær, 18:17 Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. Meira »

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

Í gær, 17:22 Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Meira »
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 279.300,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...