„Við eigum fullkomlega erindi“

Gunnar Smári Egilsson á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum ekki lýst því yfir að við séum á leið í framboð og höfum meira að segja tekið það skýrt fram að við ætlum ekki að ræða slíka hluti fyrr en með haustinu. Þannig að það kemur okkur raunverulega ekkert á óvart þó að fólk sé ekki að segjast ætla að kjósa okkur. Það er ekki ljóst hverjir verða í framboði fyrir okkur og ekki komið fram hver kosningastefnan okkar verður eða neitt slíkt. Þannig að ég væri mjög hissa á ef fólk lýsti því yfir að það ætlaði að kjósa okkur þó svo að við séum ekki í framboði. Það væri líklega einstakt í sögunni ef það myndi gerast.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður bráðabirgðastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í samtali við mbl.is spurður um gengi flokksins í skoðanakönnunum undanfarna mánuði frá því að hann var formlega stofnaður 1. maí. Bráðabirgðastjórn var þá kjörin sem meðal annars er ætlað að efla starf Sósíalistaflokksins og undirbúa Sósíalistaþing, landsfund flokksins, sem fram fer í haust. En þrátt fyrir talsverða fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda stofnfundarins hefur Sósíalistaflokkurinn ekki komist á blað í könnunum fram til þessa yfir þá flokka sem nefndir eru sem valkostir.

Engar áhyggjur af fylgi flokksins

„Ég held að það sé ekki boðið upp á okkur sem valkost í skoðanakönnunum. Mér finnst ekkert óeðlilegt að þegar valkostinum er ekki haldið að fólki og að við höfum ekki lýst yfir framboði eða gefið það upp hvort við verðum í framboði þá þykir mér ekkert óeðlilegt að fólk, þrátt fyrir að vera kannski rammir sósíalistar, sé líklegra til þess að velja úr þeim kostum sem haldið er að því,“ segir Gunnar Smári ennfremur. Fyrir vikið hafi hann engar áhyggjur af fylgi flokksins. „Við höfum einfaldlega verið að vinna í innri málum okkar og lítið verið að beita okkur út á við.“

Fyrir vikið segi skoðanakannanir á þessu stigi ekkert um möguleika Sósíalistaflokksins. „Ef við vildum kanna þau mál þá myndum við bara gera slíka könnun. Við gerðum það að sumu leyti í vor með því að bjóða fólki að skrá sig í flokkinn og fengum um 1500 manns sem segir okkur að við eigum fullkomlega erindi. Við erum að vinna núna með þessum hópi í því að byggja hann upp og við erum ekki í neinum vafa um þörfina fyrir okkur og erindi okkar.“ Það skemmtilega í pólitíkinni í dag sé endurvakning sósíalismans í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar um heiminn.

Stofna sellur víða um landið

Varðandi framhaldið segir Gunnar Smári að meðal annars málefnavinna sé í fullum gangi innan Sósíalistaflokksins og þá standi til að stofna sellur víða um land. „Við erum núna að hefja málefnavinnu sem byggir á slembivali út úr hópi félaga. Það eru að fara í gang fjórir málefnahópar um húsnæðismál, heilbrigðismál, lýðræðismál og sameiginlega sjóði. Síðan erum við að hefja starf á meðal félaganna. Við erum að búa til svona sellur sem skipt verður eftir nágrönnum, byggðalögum og hverfum.“ Ennfremur séu starfandi hagsmunahópar líkt og hópur leigjenda.

„Þannig að við erum einfaldlega að byggja upp hreyfingu og eigum síðan eftir að ákveða með haustinu hvort við ætlum að vera flokkur í framboði. Það er ekki frágengið. Mér finnst líklegt að það verði niðurstaðan. En það er til dæmis ekkert endilega víst að við tökum þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Það kann að vera að fyrsta verkefnið verði að bjóða fram í verkalýðsfélögunum.“

mbl.is

Innlent »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Augljóst að allt fer í bál og brand

Í gær, 15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Komst fyrst áfram er hún þóttist vera karl

Í gær, 16:40 Secret of Iceland er nýtt íslenskt merki sem sérhæfir sig í framleiðslu á sundbolum innblásnum af íslenskri náttúru.  Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

Í gær, 15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bækur til sölu
Bækur til sölu Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasagal 1832, Njála 1772, ...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...