Vonandi fyrir Hæstarétt í næstu viku

Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla …
Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla Bolla­dótt­ir og Kristján Viðar Viðars­son. Neðri röð f.v.: Tryggvi Leifs­son, Al­bert Kla­hn Skafta­son og Guðjón Skarp­héðins­son.

Guðmundar- og Geirfinnsmálið fer vonandi fyrir Hæstarétt í lok þessarar viku eða í næstu viku. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu. „Þetta er að dragast af ástæðum sem eru utan míns umráðasviðs, en ég vona að þetta fari að ganga upp og að málið komist fyrir Hæstarétt sem allra fyrst og mín vinna miðast við það,“ segir Davíð Þór í samtali við mbl.is.

Ekki liggur fyrir hvenær málflutningur fari fram, en áður hefur verið greint frá því að vonast væri til að málflutningur í málinu fari fram í vetur. „Ég held að það vilji allir flýta þessu eins og kostur er,“ segir Davíð Þór.

Fyr­ir­köll eru til­bú­in í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­um, en end­urupp­töku­nefnd féllst í fe­brú­ar á end­urupp­töku­beiðnir fimm af þeim sex sem voru menn sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við manns­hvarfs­mál­in tvö á átt­unda ára­tugn­um. 

Davíð Þór tekur sæti sem einn af dómurum Landsréttar um áramótin. Er hann er spurður hvort sú skipan muni hafa áhrif á stöðu hans sem saksóknari í málinu, segist hann ekki vita til þess að þau mál hafi verið rædd í dómsmálaráðuneytinu. „Ég vinn í málinu fram til áramóta, en að öðru leyti er ekki tímabært að ég tjái mig um þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert