Kröfur að taka á sig mynd

Forystumenn í BHM. Eftir rúmar tvær vikur fellur gerðardómur um …
Forystumenn í BHM. Eftir rúmar tvær vikur fellur gerðardómur um kjör félagsmanna í BHM úr gildi. mbl.is/Styrmir Kári

Forysta BHM átti fyrir helgina fund með fjármála- og efnahagsráðherra um stöðu mála vegna endurnýjunar kjarasamninganna við ríkið, sem taka við þegar úrskurður gerðardóms í máli BHM-félaga rennur út í lok þessa mánaðar.

Í Morgunblaðinu í dag segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, það af hinu góða að fundurinn með ráðherra var haldinn en fátt nýtt sé hins vegar að frétta af kjaraviðræðunum. Hún á þó von á að hreyfing komist á þær í vikunni.

17 aðildarfélög BHM eru með lausa samninga frá og með næstu mánaðamótum og samningsrétturinn er í höndum hvers félags þannig að félögin munu semja hvert fyrir sig að þessu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert