Fjölbreytt dagskrá Menningarnætur

Menningarnótt er fjölmennasta hátíð ársins. Í ár verður hún sannkölluð ...
Menningarnótt er fjölmennasta hátíð ársins. Í ár verður hún sannkölluð tónlistar- og menningarveisla með yfir 300 viðburðum og hundrað tónleikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir 300 viðburðir verða í boði á Menningarnótt og verður yfir hundrað tónleikum slegið upp um miðborgina og þremur stórtónleikum. Tónlistar- og menningarveislan verður haldin í 22. skipti næstu helgi í Reykjavík á laugardaginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina við Veröld-hús Vigdísar en þá mun rektor Háskóla Íslands vígja torg byggingarinnar og Vigdís Finnbogadóttir gróðursetur tré.

Gestabær hátíðarinnar í ár verður Akranes sem mun bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á veitingarhúsinu Messanum í Sjóminjasafninu. Dagskráin mun vekja athygli á fjölmörgum bæjarlistamönnum Akraness en einnig á matarmenningu bæjarfélagsins.

Frítt verður inná öll söfn miðborgarinnar og ýmsar sýningar og auk þess verður frítt í strætó. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna á www.menn­ing­ar­nott.is

Hér að neðan má sjá brot af því helsta sem verður í boði á Menningarnótt:

Frítt verður inná öll söfn í miðborgarinnar og sýningar og ...
Frítt verður inná öll söfn í miðborgarinnar og sýningar og auk þess verður frítt í strætó. mbl.is/Rósa Braga

Vöfflukaffi

Ýmsir íbúar Þingholtanna halda vöfflukaffi fyrir hátíðargesti að vana og heimilin sem bjóða til veislu í ár eru Óðinsgata 8b, Þingholtsstræti 27, Ingólfsstræti 19, Hellusund 3, Grettisgata, 26 og Mímisgata 2. Einn gestgjafanna er borgarstjóri Dagur B. Eggertsson. „Við erum byrjuð að leggja drög heima,“ segir Dagur. „Það verða allir velkomnir á Óðinsgötuna á meðan húsum leyfir!“ bætir hann við.

Gamla höfnin

Boðið verður uppá salsakennslu og salsadans á Lækjartorgi og gönguferðir um Reykjavíkurhöfn. Boðið verður uppá íkonasýning í rússnesku Réttrúnaðarkirkjunni. Í Hörpu verður meðal annars hægt að njóta Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Súkkulaðikökuóperu, Blúshátíðar í Reykjavík og sönghópsins Spectrum. Þá verður nóg um tónlistaratriði á svæðinu.

Kvosin

Í Tjarnarbíói verður sýningin Koddahjal þar sem gestum er boðið að koma sér vel fyrir í rúmum frá Rauða krossinum og hlusta á frásagnir af reynslu flóttafólks og hælisleitenda. Hitt húsið verður með fjöl­breytta dag­skrá með tón­leik­um og gjörn­ing­um. Í Iðnó verður meðal annars svokallað heimspekikaffihús og síðar ætla níu bílskúrhljómsveitir að troða upp. Hip hop hátíð Menningarnætur verður um kvöldið.

Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir hafa árum saman ...
Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir hafa árum saman boðið Reykvíkingum í vöfflukaffi á menningarnótt mbl.is/Rósa Braga

Vatnsmýrin

Íslensk erfðagreining býður uppá 100 ára afmælissýningu á verkum Kristjáns Davíðssonar þar sem hægt verður að sjá verk sem hafa aldrei verið sýnd áður á opinberum vettvangi. Á Þjóðminjasafninu verður afar fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds þar sem hægt verður að fræðast um sýningarnar á safninu og taka þátt í alls kyns viðburðum. Þá verður Bylgjan með tónlistarveislu í Hljómskálagarðinum um kvöldið.

Þingholtin og Austurbærinn

Fjölmargt verður boði í Þingholtunum fyrir utan vöfflukaffið. Flóamarkaður verður haldinn í JCI húsinu í Hellusundi og ótal tónleikar verða haldnir í Hannesarholti. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson mun einnig opna sýningu sína þar. Einnig verður pop up-markaður í Listasafni Íslands. 

Haldinn verður ratleikur fyrir börn og fullorðna í Gallerý Fold og þar ætlar listakonurnar Katrín Matthíasdóttir, Þórunn Bára Björnsdóttir, Abba og Soffía Sæmundsdóttir að vinna að verkum sínum og spjalla við gesti.

Skuggahverfið

Karnivali verður slegið upp á horni Klappastígs og Hverfisgötu þar sem hægt verður að skemmta sér við tónlist fjölmargra skemmtikrafta. Í Safnahúsinu verður meðal annars leiklestur sem nefnist Spegill samfélagsins 1770 þar sem hægt verður að skyggnast inní líf landans fyrir tæpum tveimur öldum. Í Þjóðleikhúsinu verður fimm klukkutíma spunamaraþon frá Improv Íslands.

Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu að loknu Tónaflóði Rásar ...
Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu að loknu Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli.„Þetta verður sjónarspil,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu. mbl.is/Árni Sæberg

Norðurmýrin

Á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu verða ýmsar sýningar. Til að mynda verður hægt að taka þátt í gerð langrar landslagsmyndar á Kjarvalsstöðum og taka þátt í ratleik um útilistaverkin við húsið. Gjörningur Ragnars Kjartanssonar Kona í e-moll verður fluttur á sýningu hans í Hafnarhúsinu. 

Tónaflóð Rásar 2

Útitónleikarnir Tónaflóð Rásar 2 verða að vana á Arnarhóli með yfirskriftinni Eitthvað fyrir alla. Þau sem fram koma eru Reykjavíkurdætur, Friðrik Dór, Svala Björgvins og Síðan skein sól. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og standa til klukkan ellefu, fram að flugeldasýningu Menningarnætur.

Flugeldasýning

Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu að loknu Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli. Hjálparsveit skáta í Reykjavík sér um skipulag og framkvæmd hennar að þessu sinni ásamt Höfuðborgarstofu. „Þetta verður sjónarspil,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu.

mbl.is

Innlent »

Hatursorðræða er samfélagsmein

20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn að hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »

Rekinn eftir ummæli um fjórðungsheila kvenna

15:44 Sádi-arabískum klerk, sem sagði að ekki ætti að heimila konum að keyra þar sem þær hefðu aðeins „fjórðung“ af heila karlmanna, hefur nú verið bannað að predika. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

Auðvelt að vera sammála um frumvarpið

15:55 Frumvarp dómsmálaráðherra um afnám á uppreist æru var kynnt á fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis í dag.  Meira »

Funda með ríkislögreglustjóra vegna nýnasistavefsíðu

15:30 Frétta- og umræðuvefsíðan Daily Stormer er komin í loftið á íslensku léni, en vefsíðan er vettvangur bandarískra nýnasista. mbl.is greindi frá því á mánudag að lénið hefði verið stofnað en á þeim tíma var vefurinn ekki aðgengilegur. ISNIC mun funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins í næstu viku. Meira »
FORD FOCUS JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...