Fjölbreytt dagskrá Menningarnætur

Menningarnótt er fjölmennasta hátíð ársins. Í ár verður hún sannkölluð ...
Menningarnótt er fjölmennasta hátíð ársins. Í ár verður hún sannkölluð tónlistar- og menningarveisla með yfir 300 viðburðum og hundrað tónleikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir 300 viðburðir verða í boði á Menningarnótt og verður yfir hundrað tónleikum slegið upp um miðborgina og þremur stórtónleikum. Tónlistar- og menningarveislan verður haldin í 22. skipti næstu helgi í Reykjavík á laugardaginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina við Veröld-hús Vigdísar en þá mun rektor Háskóla Íslands vígja torg byggingarinnar og Vigdís Finnbogadóttir gróðursetur tré.

Gestabær hátíðarinnar í ár verður Akranes sem mun bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á veitingarhúsinu Messanum í Sjóminjasafninu. Dagskráin mun vekja athygli á fjölmörgum bæjarlistamönnum Akraness en einnig á matarmenningu bæjarfélagsins.

Frítt verður inná öll söfn miðborgarinnar og ýmsar sýningar og auk þess verður frítt í strætó. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna á www.menn­ing­ar­nott.is

Hér að neðan má sjá brot af því helsta sem verður í boði á Menningarnótt:

Frítt verður inná öll söfn í miðborgarinnar og sýningar og ...
Frítt verður inná öll söfn í miðborgarinnar og sýningar og auk þess verður frítt í strætó. mbl.is/Rósa Braga

Vöfflukaffi

Ýmsir íbúar Þingholtanna halda vöfflukaffi fyrir hátíðargesti að vana og heimilin sem bjóða til veislu í ár eru Óðinsgata 8b, Þingholtsstræti 27, Ingólfsstræti 19, Hellusund 3, Grettisgata, 26 og Mímisgata 2. Einn gestgjafanna er borgarstjóri Dagur B. Eggertsson. „Við erum byrjuð að leggja drög heima,“ segir Dagur. „Það verða allir velkomnir á Óðinsgötuna á meðan húsum leyfir!“ bætir hann við.

Gamla höfnin

Boðið verður uppá salsakennslu og salsadans á Lækjartorgi og gönguferðir um Reykjavíkurhöfn. Boðið verður uppá íkonasýning í rússnesku Réttrúnaðarkirkjunni. Í Hörpu verður meðal annars hægt að njóta Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Súkkulaðikökuóperu, Blúshátíðar í Reykjavík og sönghópsins Spectrum. Þá verður nóg um tónlistaratriði á svæðinu.

Kvosin

Í Tjarnarbíói verður sýningin Koddahjal þar sem gestum er boðið að koma sér vel fyrir í rúmum frá Rauða krossinum og hlusta á frásagnir af reynslu flóttafólks og hælisleitenda. Hitt húsið verður með fjöl­breytta dag­skrá með tón­leik­um og gjörn­ing­um. Í Iðnó verður meðal annars svokallað heimspekikaffihús og síðar ætla níu bílskúrhljómsveitir að troða upp. Hip hop hátíð Menningarnætur verður um kvöldið.

Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir hafa árum saman ...
Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir hafa árum saman boðið Reykvíkingum í vöfflukaffi á menningarnótt mbl.is/Rósa Braga

Vatnsmýrin

Íslensk erfðagreining býður uppá 100 ára afmælissýningu á verkum Kristjáns Davíðssonar þar sem hægt verður að sjá verk sem hafa aldrei verið sýnd áður á opinberum vettvangi. Á Þjóðminjasafninu verður afar fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds þar sem hægt verður að fræðast um sýningarnar á safninu og taka þátt í alls kyns viðburðum. Þá verður Bylgjan með tónlistarveislu í Hljómskálagarðinum um kvöldið.

Þingholtin og Austurbærinn

Fjölmargt verður boði í Þingholtunum fyrir utan vöfflukaffið. Flóamarkaður verður haldinn í JCI húsinu í Hellusundi og ótal tónleikar verða haldnir í Hannesarholti. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson mun einnig opna sýningu sína þar. Einnig verður pop up-markaður í Listasafni Íslands. 

Haldinn verður ratleikur fyrir börn og fullorðna í Gallerý Fold og þar ætlar listakonurnar Katrín Matthíasdóttir, Þórunn Bára Björnsdóttir, Abba og Soffía Sæmundsdóttir að vinna að verkum sínum og spjalla við gesti.

Skuggahverfið

Karnivali verður slegið upp á horni Klappastígs og Hverfisgötu þar sem hægt verður að skemmta sér við tónlist fjölmargra skemmtikrafta. Í Safnahúsinu verður meðal annars leiklestur sem nefnist Spegill samfélagsins 1770 þar sem hægt verður að skyggnast inní líf landans fyrir tæpum tveimur öldum. Í Þjóðleikhúsinu verður fimm klukkutíma spunamaraþon frá Improv Íslands.

Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu að loknu Tónaflóði Rásar ...
Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu að loknu Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli.„Þetta verður sjónarspil,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu. mbl.is/Árni Sæberg

Norðurmýrin

Á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu verða ýmsar sýningar. Til að mynda verður hægt að taka þátt í gerð langrar landslagsmyndar á Kjarvalsstöðum og taka þátt í ratleik um útilistaverkin við húsið. Gjörningur Ragnars Kjartanssonar Kona í e-moll verður fluttur á sýningu hans í Hafnarhúsinu. 

Tónaflóð Rásar 2

Útitónleikarnir Tónaflóð Rásar 2 verða að vana á Arnarhóli með yfirskriftinni Eitthvað fyrir alla. Þau sem fram koma eru Reykjavíkurdætur, Friðrik Dór, Svala Björgvins og Síðan skein sól. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og standa til klukkan ellefu, fram að flugeldasýningu Menningarnætur.

Flugeldasýning

Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu að loknu Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli. Hjálparsveit skáta í Reykjavík sér um skipulag og framkvæmd hennar að þessu sinni ásamt Höfuðborgarstofu. „Þetta verður sjónarspil,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu.

mbl.is

Innlent »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Smíðum lista í gömul hús
Smíðum lista yfir rör og því sem þarf að loka uppl í s 564 4666 eða 866 6101 sk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...