Vill tryggja útgáfuna

Velta bókaútgáfu hefur dregist saman um 31% frá 2008 og …
Velta bókaútgáfu hefur dregist saman um 31% frá 2008 og 11% samdráttur varð í fyrra. Það sem af er ári hefur þessi þróun haldið áfram, 7,83% samdráttur varð fyrstu fjóra mánuði ársins. mbl.is/Golli

„Tilefnið er einfaldlega hin harðnandi og mikla samkeppni sem íslenskan á í og er að glíma við um þessar mundir og birtist meðal annars í stöðu bókaútgáfunnar sem útgefendur hafa nú kynnt.“

Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag  um bága stöðu bókaútgáfu á Íslandi og starfshóp sem hann hyggst skipa til að skoða stöðuna. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur bóksala á Íslandi dregist mjög saman síðustu ár.

Kristján segir ekki frágengið hverjir muni skipa hópinn, en þar verða fulltrúar frá bókaútgefendum, Rithöfundasambandinu, Hagþenki, Miðstöð íslenskra bókmennta, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert