„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

Eyrin á Borgarfirði eystri.
Eyrin á Borgarfirði eystri. ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar

„Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum.

Rekstraraðilar segjast ekki geta rekið verslunina áfram í taprekstri, en heimamenn segja lokunina vera mikinn missi fyrir samfélagið þar sem 70 kílómetrar eru í næstu verslun. Um áttatíu manns búa í fastri búsetu á Borgarfirði eystra, en fleiri dvelja þar á sumrin.

Misheppnuð tilraun

Tilkynnt var um lokunina á Facebook-síðu Eyrarinnar á föstudag. Þar þökkuðu rekstraraðilar fyrir ánægjulega samfylgd en sögðu að ekki yrði lengra haldið í taprekstri af sinni hálfu. Í samtali við mbl.is segir Arngrímur að ekki sé hægt að standa í taprekstri ár eftir ár, og forsendur hafi breyst til hins verra.

„Það er mjög góð þjónusta á Egilsstöðum og hörð samkeppni í verslunarrekstri þar sem Borgarfjörður er ekki undanskilinn. Það er eðlilegt að fólk leiti í þær verslanir sem bjóða upp á besta verðið og vöruframboðið,“ segir Arngrímur og bendir á að slíkt hið sama sé að eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er auðvitað leiðinlegt og grautfúlt, en við getum ekki haldið þessu áfram,“ segir Arngrímur og bendir á að staðan sem upp er komin sé afleiðing samfélagsþróunar. Annars vegar sé mikil fólksfækkun í byggðum sem þessari, og hins vegar sé bætt aðgengi að verslun.

Áður ráku Samkaup verslun í bænum, en fyrir tveimur árum tók hópur heimafólks við rekstrinum eftir að erfiðlega gekk að manna vaktir í versluninni. Arngrímur segir að því miður hafi tilraunin ekki heppnast sem skyldi. „Það má segja að þetta sé misheppnuð tilraun ef menn vilja orða það þannig,“ segir hann.

ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar

„Ekki það sem við óskuðum okkur“

Bergvin Snær Andrésson, íbúi á Borgarfirði eystra, segir lokunina munu hafa mikil áhrif á samfélagið. „Maður hleypur ekki út í búð og kaupir mjólk núna,“ segir hann og bendir á að 70 kílómetrar séu yfir á Egilsstaði þar sem næsta búð er. Segir hann leiðina oft vera illfæra, en íbúar hafa kvartað mikið und­an mal­ar­veg­inum sem ligg­ur yfir Vatns­skarð og að firðinum. Auk þess segir Bergvin leiðina oft vera þungfæra á veturna, og stundum sé jafnvel ekki hægt að komast á milli.

„Þetta er ekki alveg það sem við óskuðum okkur. Vegurinn er mjög slæmur svo maður getur ekki keyrt á almennilegum hraða auk þess sem það fer illa með bílana að keyra þennan veg,“ segir hann.

Frétt mbl.is: Fólkið biður um malbik en ekki möl

„Fólk hefur verið að fara í Bónus á Egilsstöðum og versla, en við erum mörg þeirrar skoðunar að við viljum versla í heimabyggð til að halda í þetta. Því miður þá er það ekki hægt lengur,“ segir Bergvin. Sjálfur er hann sjómaður og hefur keypt kost fyrir sjóferðir í Eyrinni. „Maður kaupir kost yfirleitt daginn áður eða samdægurs og það er mjög vont að þurfa að vera að fara alla leið á Egilsstaði til að gera það.“

Segir hann verslunina hafa verið mikið þarfaþing fyrir fólk í bænum. „Faðir minn er til dæmis bóndi og hann fer nú ekki neitt nema í verslunina einu sinni í viku. Ef hann þyrfti að fara til Egilsstaða fyrir brauð og mjólk í hverri viku væri það nú ansi dýrt,“ segir hann.

Auk þess leggi mikið af ferðamönnum leið sína til Borgarfjarðar eystra á sumrin, og slæmt verði fyrir þá að komast ekki í búð. „Það er hryllilegt fyrir þá að koma hingað og það er ekkert opið,“ segir hann.

Ekkert eftir í bænum nema banki

Arngrímur segir versluninni verða lokað 1. september að öllu óbreyttu. „Forsendur geta auðvitað breyst en ég veit ekki hvað það yrði sem þyrfti að gerast svo við myndum ekki loka,“ segir hann. „En ég er viss um að sveitungar mínir finna einhverja lausn á þessu máli og hvernig menn haga innkaupum.“

Bendir Arngrímur á að fólk þurfi að hugsa á hvaða forsendum verslanir sem þessi séu reknar, og hvort um nauðsynlega þjónustu sé að ræða. Til að mynda séu áætlunarferðir til Egilsstaða alla virka daga á milli 8 og 12, og margir versli alltaf á Egilsstöðum.

Bergvin segist vona að sveitarfélagið muni leita leiða til að bregðast við stöðunni sem nú er komin upp. „Við erum ekki með heilbrigðisþjónustu og þurfum að sækja hana til Egilsstaða líka. Svo þurfti að skerða þjónustu Póstsins svo það er ekki einu sinni pósthús hér. Það er í raun ekkert eftir hér nema banki,“ segir hann.

ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íbúafundur á Ísafirði í beinni

13:43 Sveitarfélögin á Vestfjörðum boða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga til borgarafundar í íþróttahúsinu á Ísafirði kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni. Meira »

Lífið er gott á Nýja-Sjálandi

13:36 Ljósmyndarinn Rúna Lind Kristjónsdóttir flutti ásamt eiginmanni sínum, Arana Kuru, til Nýja-Sjálands árið 2009. Dvölin átti ekki að vera löng en nú átta árum síðar eru þau enn á Nýja-Sjálandi og segist Rúna ekki vera á leiðinni heim. Í það minnsta ekki á næstu árum en hún og maður hennar eru skógarbændur og ásamt því að sjá um heimilis- og fyrirtækjabókhaldið er Rúna alltaf með myndavélina til taks. Meira »

Sigurður: „Fyrst og fremst dap­ur­legt“

13:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigmundar Davíðs forvera síns um að segja sig úr Framsóknarflokknum hafa komið á óvart, en þó ekki algjörlega. Meira »

Líf er því miður ekki sama og líf

12:45 Eymundur Eymundsson þjáðist frá unga aldri af miklum kvíða og síðar félagsfælni. Eftir að hann áttaði sig á því hvers kyns var, 38 ára gamall, hefur Eymundur unnið ötullega að því að aðstoða fólk með geðraskanir og sinna forvörnum. Meira »

Sigmundur Davíð hættir í Framsókn

12:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknaflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn og vinna að myndun stjórnmálaafls fyrir kosningar. Hann greinir frá þessu í langri færslu á heimasíðu sinni. Meira »

Varð loksins frjáls manneskja

10:40 Líkt og margir aðrir flóttamenn sem hingað hafa komið vissi Zahra Mesbah sayed Ali ekkert um Ísland áður en hún kom hingað en neyðin rak fjölskylduna áfram. Hún segir helstu breytinguna á hennar lífi vera þá að hér öðlaðist hún sjálfstæði og réttindi. „Ég átti hvergi heima fyrr en ég kom hingað.“ Meira »

Ný meðferðarstöð SÁÁ er bylting

09:40 Ný meðferðarstöð SÁÁ í Vík á Kjalarnesi mun gjörbylta aðstöðu til áfengis- og vímuefnameðferðar hér á landi. Nýja aðstaðan gefur skjólstæðingum samtakanna mun meira persónulegt rými en áður hefur verið í boði. mbl.is fékk að kíkja á húsnæðið sem er óðum að verða tilbúið. Meira »

Yfir 80 milljónir hafa safnast í átakinu

10:26 Yfir 80 milljónir króna hafa safnast í átakinu Á allra vörum í samnefndum söfnunarþáttum á Rás 2 í gærdag og á RÚV í gærkvöldi, og með sölu á varasnyrtivörusettum með sama nafni síðustu daga. Ágóðinn rennur til byggingar nýs húsnæðis fyrir Kvennaathvarfið. Meira »

Kokkur ársins krýndur í Hörpu

08:40 Hafsteinn Ólafsson, matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks, hlaut í gærkvöldi hinn eftirsótta titil Kokkur ársins 2017 eftir harða baráttu, en naumt var á munum á milli efstu manna. Keppnin fór fram fyrir fullum sal í Hörpu þar sem fjöldi gesta fylgdist með kokkunum töfra fram keppnismáltíðina. Meira »

Hvasst og vætusamt veður

08:18 Spáð er stormi á miðhálendinu, en einnig við norðausturströndina um tíma í dag og við suðurströndina annað kvöld. Búast má við mikilli rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum fram eftir degi, en dregur síðan úr vætunni. Meira »

Handtekinn vegna heimilisofbeldis

07:18 Um klukkan hálffimm í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um heimilisofbeldi. Meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Meira »

Stakk af eftir umferðarslys

07:13 Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var tilkynnt um umferðarslys í miðborginni, en um að var ræða árekstur tveggja bíla og ók ökumaður annars bílsins af vettvangi. Hann var hins vegar stöðvaður skömmu síðar, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Meira »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »
Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...