„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

Eyrin á Borgarfirði eystri.
Eyrin á Borgarfirði eystri. ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar

„Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum.

Rekstraraðilar segjast ekki geta rekið verslunina áfram í taprekstri, en heimamenn segja lokunina vera mikinn missi fyrir samfélagið þar sem 70 kílómetrar eru í næstu verslun. Um áttatíu manns búa í fastri búsetu á Borgarfirði eystra, en fleiri dvelja þar á sumrin.

Misheppnuð tilraun

Tilkynnt var um lokunina á Facebook-síðu Eyrarinnar á föstudag. Þar þökkuðu rekstraraðilar fyrir ánægjulega samfylgd en sögðu að ekki yrði lengra haldið í taprekstri af sinni hálfu. Í samtali við mbl.is segir Arngrímur að ekki sé hægt að standa í taprekstri ár eftir ár, og forsendur hafi breyst til hins verra.

„Það er mjög góð þjónusta á Egilsstöðum og hörð samkeppni í verslunarrekstri þar sem Borgarfjörður er ekki undanskilinn. Það er eðlilegt að fólk leiti í þær verslanir sem bjóða upp á besta verðið og vöruframboðið,“ segir Arngrímur og bendir á að slíkt hið sama sé að eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er auðvitað leiðinlegt og grautfúlt, en við getum ekki haldið þessu áfram,“ segir Arngrímur og bendir á að staðan sem upp er komin sé afleiðing samfélagsþróunar. Annars vegar sé mikil fólksfækkun í byggðum sem þessari, og hins vegar sé bætt aðgengi að verslun.

Áður ráku Samkaup verslun í bænum, en fyrir tveimur árum tók hópur heimafólks við rekstrinum eftir að erfiðlega gekk að manna vaktir í versluninni. Arngrímur segir að því miður hafi tilraunin ekki heppnast sem skyldi. „Það má segja að þetta sé misheppnuð tilraun ef menn vilja orða það þannig,“ segir hann.

ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar

„Ekki það sem við óskuðum okkur“

Bergvin Snær Andrésson, íbúi á Borgarfirði eystra, segir lokunina munu hafa mikil áhrif á samfélagið. „Maður hleypur ekki út í búð og kaupir mjólk núna,“ segir hann og bendir á að 70 kílómetrar séu yfir á Egilsstaði þar sem næsta búð er. Segir hann leiðina oft vera illfæra, en íbúar hafa kvartað mikið und­an mal­ar­veg­inum sem ligg­ur yfir Vatns­skarð og að firðinum. Auk þess segir Bergvin leiðina oft vera þungfæra á veturna, og stundum sé jafnvel ekki hægt að komast á milli.

„Þetta er ekki alveg það sem við óskuðum okkur. Vegurinn er mjög slæmur svo maður getur ekki keyrt á almennilegum hraða auk þess sem það fer illa með bílana að keyra þennan veg,“ segir hann.

Frétt mbl.is: Fólkið biður um malbik en ekki möl

„Fólk hefur verið að fara í Bónus á Egilsstöðum og versla, en við erum mörg þeirrar skoðunar að við viljum versla í heimabyggð til að halda í þetta. Því miður þá er það ekki hægt lengur,“ segir Bergvin. Sjálfur er hann sjómaður og hefur keypt kost fyrir sjóferðir í Eyrinni. „Maður kaupir kost yfirleitt daginn áður eða samdægurs og það er mjög vont að þurfa að vera að fara alla leið á Egilsstaði til að gera það.“

Segir hann verslunina hafa verið mikið þarfaþing fyrir fólk í bænum. „Faðir minn er til dæmis bóndi og hann fer nú ekki neitt nema í verslunina einu sinni í viku. Ef hann þyrfti að fara til Egilsstaða fyrir brauð og mjólk í hverri viku væri það nú ansi dýrt,“ segir hann.

Auk þess leggi mikið af ferðamönnum leið sína til Borgarfjarðar eystra á sumrin, og slæmt verði fyrir þá að komast ekki í búð. „Það er hryllilegt fyrir þá að koma hingað og það er ekkert opið,“ segir hann.

Ekkert eftir í bænum nema banki

Arngrímur segir versluninni verða lokað 1. september að öllu óbreyttu. „Forsendur geta auðvitað breyst en ég veit ekki hvað það yrði sem þyrfti að gerast svo við myndum ekki loka,“ segir hann. „En ég er viss um að sveitungar mínir finna einhverja lausn á þessu máli og hvernig menn haga innkaupum.“

Bendir Arngrímur á að fólk þurfi að hugsa á hvaða forsendum verslanir sem þessi séu reknar, og hvort um nauðsynlega þjónustu sé að ræða. Til að mynda séu áætlunarferðir til Egilsstaða alla virka daga á milli 8 og 12, og margir versli alltaf á Egilsstöðum.

Bergvin segist vona að sveitarfélagið muni leita leiða til að bregðast við stöðunni sem nú er komin upp. „Við erum ekki með heilbrigðisþjónustu og þurfum að sækja hana til Egilsstaða líka. Svo þurfti að skerða þjónustu Póstsins svo það er ekki einu sinni pósthús hér. Það er í raun ekkert eftir hér nema banki,“ segir hann.

ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Berjast um að heilla bragðlaukana

20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf. sem ekki eru söluhæfar beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Vantar pláss

19:38 Elín Helga Sveinbjörnsdóttir formaður SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, segir vanta pláss fyrir umhverfis auglýsingar á Íslandi og að þróunin hérlendis sé öfug í miðað við erlendis. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »

Mótmæla hækkun á leigu vegna hávaða

17:33 Hópur íbúa á stúdentagörðunum við Sæmundargötu og Eggertsgötu hafa sent áskorun til Félagsstofnunar stúdenta um að fresta hækkun leigugjalds vegna hávaða sem stafar af framkvæmdum FS í nágrenninu. Meira »

Landað í sumarblíðu á Seyðisfirði

16:55 „Við fórum út á miðvikudag og það tók okkur dálítinn tíma að finna þorskinn en þegar hann fannst á Gerpisflakinu gekk vel að veiða. Í reyndinni fengum við megnið af þorskinum á einum sólarhring, síðan fengum við um 18 tonn af karfa og lítilsháttar af ufsa og ýsu.“ Meira »

Kynferðisbrotaþoli og líka gerandi

15:53 „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur er ég líka gerandi. Ég hef ýjað að þessu í viðtali um reynslu mína en ekki sagt það nógu hreint út - ég hef valdið þjáningum sjálfur.“ Þetta segir Halldór Auðar Svansson pírati í Facebook-færslu sinni. Meira »

Árangurslaus fundur flugvirkja

16:58 Flugvirkjafélag Ísland og Samtök atvinnulífsins funduðu í fyrsta sinn með ríkissáttasemjara í dag vegna flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Bilun í hitaveituröri við Hringbraut

16:01 Töluvert tjón hefur orðið vegna heitavatnsleka sem varð frá hitaveituröri Veitna við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs á fjórða tímanum í dag. Heitt vatn hefur m.a. flætt inn í kjallara húsa á svæðinu og biðja Veitur íbúa að fara varlega þar sem vatnið getur valdið brunasárum við snertingu. Meira »

Hellulaug stenst gæðakröfur

15:38 „Vegna umræðu um heitar náttúrulaugar á Vestfjörðum viljum við að þetta komi fram. Hellulaug við Flókalund stenst allar kröfur sem gerðar eru til náttúrulauga.“ Þetta kemur fram í færslu sem starfsfólk Hótels Flókalunds birtir á Facebook. Meira »
flott sófaborð rótarspónn og innlagt
er með fallegt sófaborð flott innlagt og vel samsettur rótarspónn.á 45,000 kr ...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...