Skoða fjórar leiðir Borgarlínu í Hafnarfirði

Á þessum gatnamótum verður Hafnarfjarðarvegur í Garðabæ að Reykjavíkurvegi í ...
Á þessum gatnamótum verður Hafnarfjarðarvegur í Garðabæ að Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Ásdís Ásgeirsdóttir

Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir Borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu sem unnin er fyrir Hafnarfjarðarbæ og tekin var fyrir í skipulags- og byggingarráði bæjarins fyrr í mánuðinum. Fjórar tillögur um leiðarval voru skoðaðar fyrir þennan legg línunnar en hann mun ferja farþega svipaða leið og strætisvagn númer 1 gerir nú. Allar enda leiðirnar á að fylgja Reykjavíkurvegi, sem síðan verður að Hafnarfjarðarvegi við komuna inn í Garðabæ.

Leiðirnar sem þykja heppilegastar eru annars vegar leið 2A, sem fylgir sömu leið og strætisvagn nr. 1 í dag, upp allan Reykjavíkurveg, og hins vegar leið 2D sem liggur um Lækjargötu upp Reykjanesbraut fram hjá Kaplakrika og þaðan áleiðis eftir Fjarðarhrauni uns hægri beygja er tekin inn Reykjavíkurveg.

Sveitarfélaganna að útfæra leiðina endanlega

Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur hefur unnið að verkefninu, en kom þó ekki að skýrslugerð Mannvits. Hún segir vinnu við Borgarlínuna stutt komna og enn sé unnið að því að koma áætlunum inn í skipulag sveitarfélaganna. Búið er að ákveða staðsetningu helstu stoppistöðva sem tengja saman ólíkar leiðir, en nánari útfærsla sé í höndum sveitarfélaganna. „Við erum að reyna að koma línunum inn í skipulag, en þó þannig að enn sé opið fyrir sveitarfélög að velja nákvæma leið.“

Í skýrslunni kemur fram að helstu umhugsunaratriði við leiðarval séu ferðatími, hversu aðskilin Borgarlínan sé frá almennri umferð, umfang framkvæmda sem þarf til að koma línunni fyrir og hversu margir búi og starfi í göngufæri frá stoppistöðvum.

Valið virðist fyrst og fremst standa milli leiðar 2A og ...
Valið virðist fyrst og fremst standa milli leiðar 2A og 2D.

8.000 íbúar í göngufæri – meiri þjónusta í nágrenni Lækjargötu

Leið 2A um Reykjavíkurveg er fljótlegri, en áætlaður ferðatími milli Fjarðar og Garðabæjar er um 7,2 mínútur, einni og hálfri mínútu styttri en ef leið 2D verður fyrir valinu. Skýrist það meðal annars af því að stoppistöðvar á leiðinni eru einni færri, eða fjórar talsins, og styttir það ferðatíma um hálfa mínútu en fækkar á móti þeim íbúum sem skilgreindir eru í göngufæri frá stoppistöð. Litlu munar þó á leiðunum í þeim efnum, en íbúar í göngufæri við stoppistöð eru um 8.000 hvor leiðin sem valin er. Munurinn er þó töluverður þegar litið er til umfangs verslunar og þjónustu í göngufæri við línuna. Um 405 þúsund fermetrar slíks húsnæðis eru innan 400 metra göngufæris við fyrirhugaðar stoppistöðvar leiðar 2D, en 290 þúsund fermetrar á leið 2A.

Helstu þéttingarsvæði bæjarins eru einnig báðum megin Fjarðarhrauns norðan Flatahrauns. Nýbyggingarsvæðin standa nær Borgarlínu sé leið 2D um Lækjargötu og Fjarðarhraun valin.

Reykjavíkurvegurinn einfaldari

Lilja segist ekki hafa kynnt sér nákvæmlega nýútkomna skýrslu Mannvits en hallist þó að því að heppilegra sé að fara Reykjavíkurveginn. „Ég myndi halda að hún væri einfaldari,“ segir hún og bendir á að erfitt geti verið að koma línu fyrir meðfram Lækjargötu, sem liggur við sjó. Í skýrslunni kemur einmitt fram að ekki sé mögulegt að koma fyrir fleiri akreinum við Lækjargötu og fengi Borgarlínan því ekki sérrými nema þrengt yrði að bílaumferð í aðra eða báðar áttir.

Þá stendur leið 2A um Reykjavíkurveginn betur að vígi. Á stærstum hluta er Reykjavíkurvegur minnst 16 metra breiður, að undanskildum kafla milli Arnarhrauns og Lækjargötu þar sem gatan er í stokki og einungis um 12 metra breið. Á stærstum hluta götunnar mætti því koma fyrir tveim akreinum Borgarlínu – einni í hvora átt – en á þrengsta kafla hennar þyrfti ein akrein að duga.

mbl.is

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

Í gær, 18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

Í gær, 18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

Í gær, 18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Í gær, 17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

Í gær, 17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Í gær, 16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

Í gær, 16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

Í gær, 17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

Í gær, 16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Í gær, 16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...