„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Kristín Steinsdóttir við vörðuna í Dísubotnum í Stafdal.
Kristín Steinsdóttir við vörðuna í Dísubotnum í Stafdal. Ljósmynd/Aðsend

„Ég var búin að hugsa mikið um þetta, ég er Seyðfirðingur og þetta fór svo í taugarnar á mér þegar ég var lítil. Mér fannst þessi stúlka alltaf hafa verið gerð að hálfgerðum kjána, að hún vildi fara klæðalítil yfir hæðina eins og segir í þjóðsögum,“ segir Kristín Steinsdóttir rithöfundur í samtali við mbl.is um afhjúpun minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem lést á voveifanlegan hátt í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797.

Kristín á frumkvæði að gerð minningarskjaldarins og segir kominn tíma á að Dísu verði minnst á annan hátt en sem draugs sem ásótti fólk og kvaldi. Gengið verður upp að skildinum kl. 17 í dag, en Gönguklúbbur Seyðisfjarðar hefur stikað þangað nýja gönguleið.

„Árin liðu og í hvert skipti sem mér datt í hug þessi saga varð ég reiðari fyrir hennar hönd. Svo fór ég að kynna mér þetta dálítið vel og endaði með því að skrifa skáldsögu, sem heitir Bjarna-Dísa og kom út árið 2012. Ég skrifaði bæjaryfirvöldum þegar ég var komin þetta langt og sagði við þau að ef mér tækist að selja bókina vel vildi ég bjóða þeim upp á samstarf,“ segir Kristín.

Samstarfið var á þá leið að Kristín bauðst til að kaupa minningarskjöld sem Seyðfirðingar myndu sjá um að koma upp í Dísubotni, þar sem Þórdís var grafin í fönn og drepin. „Bókin seldist grimmt og nú er komið að þessu,“ segir Kristín.

Einungis draugsímyndarinnar minnst

Kristín segir kominn tíma á að Þórdís fái uppreist æru og að hennar verði minnst sem ungrar konu sem var drepin vegna hjátrúar og fáfræði leitarmannanna.

„Eins og maður segir við alla hrokagikkina sem segja; „Hvað er þetta manneskja, ætlar þú að fara að reisa minnismerki um draug?“ Þá segi ég bara; „Bíddu, bíddu, bíddu, ef að draugar hafa yfir höfuð verið til, þá hafa þeir í upphafi allir verið manneskjur. Það er manneskja á bakvið hvern draug.“

Í þessu tilfelli er það bara draugsímyndin um hana Dísu sem er Þórdís Þorgeirsdóttir og ekkert annað. Það er voðalega ljótt hvernig var farið með þessa stúlku. Hún var bara vinnukona, hún hafði gaman af því að vera fín og hver hefur ekki gaman af því að vera fínn? Hún var fátæk, hún var lagleg, en hún mátti það ekki því að hún var bara vinnukona og átti bara að vera í sínu standi,“ segir Kristín.

Minningarskjöldurinn á vörðunni.
Minningarskjöldurinn á vörðunni. Ljósmynd/Aðsend

Lýst af hroka í þjóðsögunni

„Henni er lýst af svo miklum hroka í þjóðsögunni, sem hrokagikk sem vildi bara klæða sig eins og menn gera í erlendum stórborgum. Það er talað svo illa um hana og henni er ekki gefinn neinn séns,“ segir Kristín, sem telur það lið í kvennabaráttunni að rétta hlut Þórdísar í sögunni.

„Þetta fór alltaf svolítið mikið í taugarnar á mér og fer ekki síður enn þann dag í dag. Mér finnst þetta vera ákveðinn liður í kvennabaráttunni að koma Dísu alla leið sem konu.“

Sorgleg örlög Bjarna-Dísu

Þórdís, sem var frá Eskifirði, lagði upp í ferðalag yfir Fjarðarheiði ásamt Bjarna bróður sínum í nóvembermánuði árið 1797. Þau lögðu upp frá Þrándarstöðum á Héraði og hugðust ganga til Seyðisfjarðar.

Þau lentu í miklu óveðri og snjóbyl og villtust af leið. Ákváðu þau því að grafa sig í fönn en síðan freistaði Bjarni þess að ná til byggða eftir hjálp. Hann komst við illan leik að bænum Firði í Seyðisfirði, en ekki var hægt að leita að Þórdísi fyrr en veður lægði, fimm dögum síðar.

Dísa hírðist ein í fönninni allan þann tíma, ekki með neitt til matar nema böggul með hangikjöti og kút af brennivíni. Leitarmennirnir fundu Dísu neðarlega í Stafdal og var hún þá mjög illa haldin. Leitarmennirnir, þar á meðal Bjarni bróðir hennar, höfðu talið hana af, sem eðlilegt má teljast. Er hún sýndi hins vegar lífsmark töldu þeir hana afturgöngu og drápu hana.

Þórdís var jarðsett að Dvergasteini við Seyðisfjörð, en illt nafn fylgdi henni ætíð síðan.  Þjóðsagan segir að hún hafi gengið aftur, lagst á fólk og kvalið. Bjarni bróðir hennar eignaðist þrettán börn sem öll létust og segir sagan að það hafi verið vegna bölvunar Dísu.

mbl.is

Innlent »

Gífurlegt tjón á húsnæði Kvikkfix

18:19 Starfsemi bílaverkstæðis Kvikkfix liggur niðri og gífurlegt tjón varð á húsnæði fyrirtækisins. „Það flæddi í öll 3 húsin okkar, um öll herbergi og allt saman,“ segir Hinrik Morthens, einn þriggja eigenda Kvikkfix í samtali við mbl.is. Meira »

Dragi til baka kaupaukagreiðslur

18:15 Stjórn Klakka hefur ákveðið að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem hluthafafundur samþykkti á mánudag, verði dregnar til baka. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sögð vera hin hörðu viðbrögð sem kaupaukagreiðslurnar hafa vakið hjá almenningi. Meira »

Jesú hitað upp fyrir eigið afmæli

18:09 Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega. Jesús kristur var meðal þeirra sem mætti á svæðið og virtisthann vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Meira »

Framlög til háskóla hækka um 2,8 milljarða

17:58 Fjárveitingar til framhalds- og háskólanna í landinu hækka um 3,8 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Hækkun til háskólanna nemur 2,8 milljörðum og framlög til framhaldsskólanna hækka um 1.040 milljónir miðað við framlagt fjárlagafrumvarp fyrir 2017. Meira »

Páll fær allsherjarnefnd en Lilja atvinnumálin

17:32 Gengið var frá vali í nefndir 148. þings Alþingis í dag. Páll Magnússon verður formaður allsherjarnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir fer fyrir atvinnuveganefnd, Óli Björn Kárason er formaður efnahagsnefndar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður utanríkisnefndar Meira »

Neitaði að yfirgefa vinnustað eftir uppsögn

17:27 Um klukkan þrjú í dag var óskað eftir aðstoð lögreglu á vinnusvæði í miðbænum vegna manns, sem hafði verið sagt upp störfum, en harðneitaði að yfirgefa svæðið og hafði jafnframt í hótunum við fólk. Þegar maðurinn neitaði að hlýða margítrekuðum fyrirmælum lögreglu var hann tekinn tökum og fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann bíður nú yfirheyrslu. Meira »

Sakfelldir fyrir hatursorðræðu

16:54 Hæstiréttur dæmdi í dag tvo karlmenn til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna skrifa þeirra í kommentakerfum fjölmiðla vegna ályktunar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og sneri að samstarfssamningi við Samtökin ´78 um hinsegin fræðslu. Meira »

Lægra hlutfall kvenna skyggir á

17:22 „Það skyggir nokkuð á þessa þingsetningu að hlutur kvenna í hópunum hafi minnkað verulega,“ sagði nýkjörinn forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagðist vona að það yrði stjórnmálaflokkum hvatning til þess efla hlut kvenna og skapa þeim skilyrði til stjórnmálaþátttöku. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu- og ágóðaskyni. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm greiddu ekki atkvæði. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

15:25 Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

„Þeir eiga næsta leik“

15:21 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur svarað bréfi velferðarráðuneytisins frá 21. nóvember. Hann svarar þar fyrir fjölmargar kvartanir frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð. Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Dæmt til að greiða uppsagnarfrestinn

15:23 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Myllusetur til að greiða fyrrverandi blaðakonu á Viðskiptablaðinu, sem hafði áunnið sér rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests, eina og hálfa milljón króna. Myllusetur hélt því fram að konan hefði ekki verið fastráðin og ætti þ.a.l. ekki rétt á greiðslunni. Héraðsdómur féllst hins vegar á kröfu blaðakonunnar. Meira »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...