„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Kristín Steinsdóttir við vörðuna í Dísubotnum í Stafdal.
Kristín Steinsdóttir við vörðuna í Dísubotnum í Stafdal. Ljósmynd/Aðsend

„Ég var búin að hugsa mikið um þetta, ég er Seyðfirðingur og þetta fór svo í taugarnar á mér þegar ég var lítil. Mér fannst þessi stúlka alltaf hafa verið gerð að hálfgerðum kjána, að hún vildi fara klæðalítil yfir hæðina eins og segir í þjóðsögum,“ segir Kristín Steinsdóttir rithöfundur í samtali við mbl.is um afhjúpun minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem lést á voveifanlegan hátt í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797.

Kristín á frumkvæði að gerð minningarskjaldarins og segir kominn tíma á að Dísu verði minnst á annan hátt en sem draugs sem ásótti fólk og kvaldi. Gengið verður upp að skildinum kl. 17 í dag, en Gönguklúbbur Seyðisfjarðar hefur stikað þangað nýja gönguleið.

„Árin liðu og í hvert skipti sem mér datt í hug þessi saga varð ég reiðari fyrir hennar hönd. Svo fór ég að kynna mér þetta dálítið vel og endaði með því að skrifa skáldsögu, sem heitir Bjarna-Dísa og kom út árið 2012. Ég skrifaði bæjaryfirvöldum þegar ég var komin þetta langt og sagði við þau að ef mér tækist að selja bókina vel vildi ég bjóða þeim upp á samstarf,“ segir Kristín.

Samstarfið var á þá leið að Kristín bauðst til að kaupa minningarskjöld sem Seyðfirðingar myndu sjá um að koma upp í Dísubotni, þar sem Þórdís var grafin í fönn og drepin. „Bókin seldist grimmt og nú er komið að þessu,“ segir Kristín.

Einungis draugsímyndarinnar minnst

Kristín segir kominn tíma á að Þórdís fái uppreist æru og að hennar verði minnst sem ungrar konu sem var drepin vegna hjátrúar og fáfræði leitarmannanna.

„Eins og maður segir við alla hrokagikkina sem segja; „Hvað er þetta manneskja, ætlar þú að fara að reisa minnismerki um draug?“ Þá segi ég bara; „Bíddu, bíddu, bíddu, ef að draugar hafa yfir höfuð verið til, þá hafa þeir í upphafi allir verið manneskjur. Það er manneskja á bakvið hvern draug.“

Í þessu tilfelli er það bara draugsímyndin um hana Dísu sem er Þórdís Þorgeirsdóttir og ekkert annað. Það er voðalega ljótt hvernig var farið með þessa stúlku. Hún var bara vinnukona, hún hafði gaman af því að vera fín og hver hefur ekki gaman af því að vera fínn? Hún var fátæk, hún var lagleg, en hún mátti það ekki því að hún var bara vinnukona og átti bara að vera í sínu standi,“ segir Kristín.

Minningarskjöldurinn á vörðunni.
Minningarskjöldurinn á vörðunni. Ljósmynd/Aðsend

Lýst af hroka í þjóðsögunni

„Henni er lýst af svo miklum hroka í þjóðsögunni, sem hrokagikk sem vildi bara klæða sig eins og menn gera í erlendum stórborgum. Það er talað svo illa um hana og henni er ekki gefinn neinn séns,“ segir Kristín, sem telur það lið í kvennabaráttunni að rétta hlut Þórdísar í sögunni.

„Þetta fór alltaf svolítið mikið í taugarnar á mér og fer ekki síður enn þann dag í dag. Mér finnst þetta vera ákveðinn liður í kvennabaráttunni að koma Dísu alla leið sem konu.“

Sorgleg örlög Bjarna-Dísu

Þórdís, sem var frá Eskifirði, lagði upp í ferðalag yfir Fjarðarheiði ásamt Bjarna bróður sínum í nóvembermánuði árið 1797. Þau lögðu upp frá Þrándarstöðum á Héraði og hugðust ganga til Seyðisfjarðar.

Þau lentu í miklu óveðri og snjóbyl og villtust af leið. Ákváðu þau því að grafa sig í fönn en síðan freistaði Bjarni þess að ná til byggða eftir hjálp. Hann komst við illan leik að bænum Firði í Seyðisfirði, en ekki var hægt að leita að Þórdísi fyrr en veður lægði, fimm dögum síðar.

Dísa hírðist ein í fönninni allan þann tíma, ekki með neitt til matar nema böggul með hangikjöti og kút af brennivíni. Leitarmennirnir fundu Dísu neðarlega í Stafdal og var hún þá mjög illa haldin. Leitarmennirnir, þar á meðal Bjarni bróðir hennar, höfðu talið hana af, sem eðlilegt má teljast. Er hún sýndi hins vegar lífsmark töldu þeir hana afturgöngu og drápu hana.

Þórdís var jarðsett að Dvergasteini við Seyðisfjörð, en illt nafn fylgdi henni ætíð síðan.  Þjóðsagan segir að hún hafi gengið aftur, lagst á fólk og kvalið. Bjarni bróðir hennar eignaðist þrettán börn sem öll létust og segir sagan að það hafi verið vegna bölvunar Dísu.

mbl.is

Innlent »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Nýr hjólastígur um Elliðaárdal

10:12 Vinna stendur nú yfir við nýjan hjólastíg í Elliðaárdal. Sígurinn verður 1.650 metrar að lengd og liggur þar sem reiðstígur lá áður, á milli Sprengisands að stífu í Elliðaárdal við Höfðabakka. Meira »

Nefndin fundar vegna lögbannsins

10:22 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur móttekið beiðni þingmanna Pírata og VG í nefndinni um fund vegna lögbanns sýslumannsins í Reykja­vík á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni. Stefnt er að því að fundur verði haldinn á fimmtudagsmorgun. Meira »

Vél Icelandair lýsti yfir neyðarástandi

10:12 Flugvél Icelandair sem var á leið frá frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í morgun. Meira »

Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian

09:06 Jon Henley, blaðamaður The Guardian, segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt af því að farið hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning fjölmiðilsins í Bretlandi upp úr gögnum gamla Glitnis. Meira »

Vorum engir vinir segir von Trier

08:52 Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hafnaði í gær ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur um að hann hefði áreitt hana kynferðislega við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Meira »

Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

08:20 Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is. Meira »

Flokkarnir nota samfélagsmiðlana

08:18 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem starfar sem verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, segir að stjórnmálaflokkarnir séu í ríkara mæli að heyja kosningabaráttu sína á samfélagsmiðlum, en ekki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Meira »

Tvær tillögur til kynningar

07:37 Lagfæring hliðarsvæða og breikkun axla við veg sem milda myndu allt hnjask þegar bíl er ekið út af er góð leið til þess að auka umferðaröryggi á Grindavíkurvegi. Þá gæti einnig virkað vel að koma upp sjálfvirku eftirliti til þess að halda umferðarhraða niðri. Meira »

Sendiherra Svía veldur fjaðrafoki

07:00 Nýr sendiherra Svía á Íslandi hefur valdið nokkru fjaðrafoki eftir að hann varaði við því að lýðræði væri smátt og smátt að liðast í sundur í Svíþjóð og tækniveldi eða ofríki að taka völdin. Hann segir að þetta sé ekki rétt haft eftir sér og hann telji alls ekki að Svíþjóð verði einræðisríki. Meira »

Örorku- og ellilífeyrisþegum fjölgar

07:57 Elli- og örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað gríðarlega hjá Tryggingastofnun ríkisins á síðustu tveim áratugum. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um tæp 32% og örorkulífeyrisþegum um 129% frá árinu 1997 og fram til dagsins í dag. Meira »

Hvasst í hviðum á Vesturlandi

07:22 Spáð er hviðum á Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum með kvöldinu og áfram í nótt og á morgun. Meira »

Mikið fylgistap Flokks fólksins

05:47 Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
215/75X16
Til sölu 4st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...