Finnar prenta jólabækur Forlagsins

mbl.is/Rósa Braga

Prentun á bókum Forlagsins fyrir komandi jól verður að stórum hluta í Finnlandi.

Prentsmiðjan Oddi hefur í áratugi prentað fyrir Forlagið og forvera þess en gat ekki mætt hagstæðu verðtilboði finnsku prentsmiðjunnar Bookwell.

Finnlandsprentun ætti litlu að breyta fyrir lesendur, enda afgreiðslufrestur skammur. Til að mynda kemur árleg skáldsaga Arnalds Indriðasonar út 1. nóvember venju samkvæmt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert