Skurðlæknar funduðu í morgun

Skurðlæknar við störf
Skurðlæknar við störf mbl.is/Eggert

Annar fundur í kjaraviðræðum Skurðlæknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins var haldinn í morgun.

„Þetta gekk bara vel. Það er vilji hjá báðum til að ljúka þessu fljótlega,“ segir Eiríkur Orri Guðmundsson, formaður samninganefndar skurðlækna.

Næsti fundur er fyrirhugaður á þriðjudaginn í næstu viku.

Kjara­samn­ing­ur fé­lags­ins renn­ur út 31. ág­úst.

Síðasti kjara­samn­ing­ur skurðlækna var und­ir­ritaður í janú­ar árið 2015 eft­ir verk­fall sem hafði mik­il áhrif á starf­semi Land­spít­al­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert