„Upplifi Alþingi á svipaðan hátt“

Nichole Leigh Mosty tekur í sama streng og flokksystir sín.
Nichole Leigh Mosty tekur í sama streng og flokksystir sín. mbl.is/Golli

„Ég ber ekkert nema virðingu fyrir Theodóru og ákvörðun hennar og ég skil vel hennar upplifun því ég upplifi Alþingi á svipaðan hátt,“ segir Nichole Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar, um ákvörðun flokksystur sinnar, Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku. 

Theodóra, sem er í senn odd­viti Bjartr­ar framtíðar í Kópa­vogi og þingmaður flokks­ins fyr­ir Suðvest­ur­kjör­dæmi, hef­ur ákveðið að segja af sér þing­mennsku um næstu ára­mót. Í ít­ar­legu viðtali í Kópa­vogs­blaðinu sem birt­ist í dag segist hún ætla að ein­beita sér að mál­efn­um Kópa­vogs­bæj­ar. 

Nichole segir Theodóra hafi fengið ósanngjarna gagnrýni fyrir að sinna báðum störfum og sé að svara kalli um að velja á milli. „Hún hefur verið að gera góða hluti í Kópavogsbæ og getur getur haldið áfram á þeirri braut.“

Í viðtalinu segir Theodóra að það hafi komið henni á óvart hversu óskilvirkt þingið er. Þingið líkist fremur málstofu og snúist ekki um framkvæmd verkefna. Nichole tekur undir orð Theodóru. 

„Það vantar eftirfylgni eftir málum og þingmenn eru svo langt frá því að geta haft áhrif þó svo að þingmennska eigi að teljast áhrifastaða. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert