Höfðu afskipti af manni með sverð

mbl.is/Þórður

Lögregla hafði afskipti af manni með sverð í miðbænum laust fyrir miðnætti í nótt. Sverðið var haldlagt fyrir rannsókn en maðurinn kom síðar í port lögreglustöðvar við Hverfisgötu, var með ónæði og vildi ekki fara að fyrirmælum lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Fyrr í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, hafði aldrei öðlast ökuréttindi og neitaði að segja til nafns er hann var spurður af lögreglu. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp afstungu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Tjónvaldur var handtekinn skömmu síðar, grunaður um ölvun við akstur en hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert