Skipar starfshóp um bókaútgáfu á Íslandi

Bókaútgáfa á undir högg að sækja.
Bókaútgáfa á undir högg að sækja. Þórður Arnar Þórðarson

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem skoða á íslenska bókaútgáfu og aðstæður hennar.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá á bókaútgáfa undir högg að sækja og á hópurinn að skila tillögum um hvernig stuðningskerfi rithöfunda og útgáfu námsbóka sé best háttað, um rafrænt lesefni og hljóðbækur, útgáfu barnabóka auk þess hvernig auka megi kaup safna á bókakosti.

Kristrún Lind Birgisdóttir er formaður en hún og Páll Valsson eru skipuð án tilnefningar. Auk þeirra eiga sæti Egill Örn Jóhannsson fyrir hönd bókaútgefenda, Kristín Helga Gunnarsdóttir frá RSÍ, Salka Guðmundsdóttir frá Miðstöð íslenskra bókmennta, Jón Yngvi Jóhannsson frá Hagþenki og Sigurður Guðmundsson sem tilnefndur er af fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert