Meiri þörf en í venjulegu árferði

Almennt er talið að það þurfi 1.800-2.000 nýjar íbúðir inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu í venjulegu árferði en að meira þurfi einmitt nú til þess að mæta uppsafnaðri þörf. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

„Ef litið er á fjölda eins og tveggja ára gamalla íbúða sem seldar eru á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári eru þær ótrúlega fáar. Samkvæmt þinglýsingargögnum voru einungis seldar 515 eins og tveggja ára íbúðir á árinu 2016 og 532 á árinu 2015. Það sem af er árinu hafa einungis verið seldar um 250 nýjar íbúðir.

Sé litið á sams konar tölur frá stærstu bæjunum á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2007 sést að mun meira var selt af nýjum íbúðum á því ári,“ segir í Hagsjánni sem kom út í morgun.

Mestallar upplýsingar Þjóðskrár Íslands um fasteignamarkaðinn á Íslandi byggja á þinglýstum kaup- og leigusamningum. Þar má nefna vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu og tölur um ávöxtun af útleigu íbúðarhúsnæðis.

„Ætla má að nánast öllum samningum um viðskipti með íbúðarhúsnæði sé þinglýst og því gefa þessar upplýsingar góða mynd af því sem gerist á fasteignamarkaði.

Það hefur einkennt umhverfi byggingastarfseminnar að opinberar tölur um hversu mikið er verið að byggja hverju sinni eru jafnan af skornum skammti. Þetta var sérstaklega áberandi á árunum 2005-2008 þegar byggingastarfsemi var veruleg og lítið gert af því að áætla þörf og viðhafa samstarf milli sveitarfélaga. Á þeim árum gerði Landsbankinn tilraun til þess að fylgjast með hvað var að gerast með beinum talningum og síðustu ár hafa Samtök iðnaðarins haldið sams konar talningum áfram. Opinberar tölur, t.d. frá sveitarfélögum, hafa hins vegar verið mikið á reiki,“ segir í Hagsjánni.

40% í Garabæ en innan við 5% í Reykjavík

Sé litið á hlutfall nýrra íbúða af öllum seldum íbúðum sést að staðan er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. Í Garðabæ var u.þ.b. 40% af sölu íbúða nýjar íbúðir árið 2016 og sama gildir um það sem af er 2017. Hlutfallið fyrir Reykjavík er hins vegar innan við 5%.

„Það hlýtur að koma á óvart að þinglýstir kaupsamningar um sölu á nýjum íbúðum eru tiltölulega fáir. Samningar á árinu 2016 voru alls 515 sem er nokkuð langt frá áætlaðri þörf og þeirri umræðu að mikil byggingastarfsemi sé í gangi. Miðað við mikla verðhækkun á markaðnum ættu nýjar íbúðir að seljast hratt og engar vísbendingar eru uppi um að erfitt sé að selja nýbyggðar íbúðir. Opinberar tölur um fjölda þinglýstra kaupsamninga ættu samt að gefa góða mynd af núverandi þróun,“ segir í Hagsjánni en hana er hægt að lesa í heild hér.

mbl.is

Innlent »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

300 milljónum meira til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Framlögin hækka um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Óvissa um fjölda umsækjenda um vernd

11:20 Mikil óvissa er um fjölda umsækjenda um vernd á næsta ári en gera má ráð fyrir fjölgun bæði tilhæfulausra umsókna um vernd og einnig umsókna þar sem tilvik eru flóknari, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Inga

11:05 Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum. Meira »

Fjárveiting til forsætisráðuneytis hækkar um hálfan milljarð

10:23 Heildarfjárheimild til forsætisráðuneytisins fyrir árið 2018 er áætluð 1.560 milljónir króna og hækkar um 493,6 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Meira »

Hálfum milljarði meira til Landsréttar

11:10 Alls verður 681 milljón króna varið til Landsréttar á árinu 2018, samkvæmt nýjum fjárlögum. Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót. Meira »

Minnast Klevis Sula

10:34 Minningarathöfn verður haldin í minningu Klevis Sula á sunnudaginn klukkan 17.00 við tjörnina í Reykjavík. Klevis lést 8. desember eftir að hafa verið stunginn með hníf á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Meira »

Aukin framlög til vegakerfisins

10:20 Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...