Falsaðir ráðningarsamningar þekkt vandamál

Grunur leikur á að ráðningarsamningar starfsmanna fyrirtækisins Korman hafi verið ...
Grunur leikur á að ráðningarsamningar starfsmanna fyrirtækisins Korman hafi verið falsaðir. Fyrirtækið starfaði tímabundið við Þeistareykjavirkjun. mbl.is/Helgi Bjarnason

Falsaðir ráðningarsamningar eru þekkt vandamál á íslenskum vinnumarkaði, sérstaklega þegar erlendar starfsmannaleigur eiga í hlut.

Í Morgunblaðinu dag er greint frá því að grunur leikur á að pólska fyritækið Korman, sem starfaði um tíma sem undirverktaki við framkvæmdirnar á Þeistareykjum, hafi ekki greitt starfsmönnum eftir íslenskum kjarasamningum og að ráðningarsamningar starfsmanna hafi verið falsaðir.

Frétt mbl.is: Telja ráðningarsamninga falsaða

„Já, þetta er þekkt vandamál. Þetta eru fyrirtæki sem starfa tímabundið hér á landi en ber að skila  gögnum til Vinnumálastofnunar sem hefur eftirlit með að rétt kaup og kjör séu virt,“ segir Halldór Oddsson, lögræðingur hjá ASÍ, í samtali við mbl.is.

Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.
Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Mynd/ASÍ

Í tilfelli starfsmanna Korman kom í ljós að þeir könnuðust ekki við undirskriftir sem þeir áttu að hafa ritað á ráðningarsamningana. Starfsmennirnir fengu aðgang að ráðningarsamningum sínum í gegnum stéttarfélagið Framsýn sem leitaði til Vinnumálastofnunar.

„Því miður hefur það nokkrum sinnum komið upp að við höfum fengið mál inn á okkar borð þar sem einstaklingar hafa ekki kannast við þá ráðningarsamninga sem hefur verið framvísað,“ segir Halldór.  

Mál af þessu tagi eru tiltölulega auðsótt að sögn Halldórs. „Þessi mál sem við höfum fengið hafa verið leiðrétt og eftir því sem ég best veit hefur Vinnumálastofnun beitt þvingunaraðgerðum til að refsa viðkomandi fyrirtækjum. Stofnunin hefur auk þess stjórnvaldsheimild til að leiðrétta þessi mál tiltölulega fljótt og örugglega.“

Vinnustaðaeftirlit og fræðsla eru lykilatriði

Alvarlegri þáttur málsins sé hins vegar sá að ekki rati öll mál inn á borð ASÍ. „Við hjá frjálsu verkalýðshreyfingunni reynum að sinna fræðslu og vekja athygli á hver eru rétt kaup og kjör. Eitt af stærsta og umfangsmesta verkefni verkalýðshreyfingarinnar í heild undanfarin tvö til þrjú ár er vinnustaðaeftirlit þar sem farið er á vinnustaði og reynt að ræða við fólk,“ segir Halldór.  

Erfitt hefur reynst að greina ákveðið mynstur í málum þar sem um falsaða ráðningarsamninga er að ræða en Halldór segir að nær undantekningalaust sé um erlendar þjónustuveitur eða starfsmannaleigur að ræða sem þurfa lögum samkvæmt að veita Vinnumálastofnun upplýsingar um kaup og kjör.

„Þeir starfsmenn sem verða einna helst fyrir svindli eru erlendir starfsmenn og ungt fólk, það er kannski eina mynstrið sem við getum greint.“  

mbl.is

Innlent »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...