Flugvirkjum liggur á að semja

Flugvirkjar að störfum.
Flugvirkjar að störfum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Okkur liggur á að ná nýjum samningi,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.

Fulltrúar félagsins og Samtaka atvinnulífsins, sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Icelandair, hafa fundað í fjórgang að undanförnu til þess að ná nýjum kjarasamningi. Hinn fyrri rann út 31. ágúst síðastliðinn.

Icelandair er fjölmennasti vinnustaður flugvirkja á Íslandi og því beinast viðræðurnar til að byrja með að því fyrirtæki. Hvort eða hvaða lending næst þar gefur svo tóninn fyrir viðræður gagnvart öðrum viðsemjendum flugvirkja, segir Óskar, svo sem Air Iceland Connect og Air Atlanta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert