„Ábyrgðarleysi að setja allt í uppnám“

Jón Gunnarsson samgönguráðherra.
Jón Gunnarsson samgönguráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst algjört ábyrgðarleysi að setja hér allt í uppnám ári eftir kosningar, í stað þess að standa við þær skyldur sem á okkar herðar hafa verið settar sem þjóðkjörnum fulltrúum.“ Þetta segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra í samtali við mbl.is.

Hann vill ekki ræða efnislega það mál sem leiddi til stjórnarslita af hálfu Bjartrar framtíðar og vísar í því tilliti á formann flokksins.

Jón segir að menn hefðu í það minnsta átt að reyna að klára þau stóru verkefni sem framundan séu, og vísar meðal annars til fjárlaga. „Þá hefðu menn að minnsta kosti haft svigrúm fram að áramótum til að vinna með þessi mál og fara svo í kosningar á eðlilegum tíma í vor, ef hægt er að orða það þannig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert