Kosningar eina leiðin

Bjarni Benediktsson fundaði með blaðamönnum í Valhöll í dag.
Bjarni Benediktsson fundaði með blaðamönnum í Valhöll í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Það sem ræður úrslitum á endanum um það að ég tel að við þurfum að ganga til kosninga er einfaldlega það að það eru of miklar skilyrðingar af hálfu allra flokka til að mynda starfhæfa sterka meirihlutastjórn,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra í samtali við mbl.is. 

Bjarni greindi frá því á fundi í Valhöll fyrir stundu að hann muni beita sér fyrir því að gengið verði til kosninga sem fyrst. „Það er sameiginlegt mat mitt og annarra formanna að það er engin önnur leið út úr stöðunni en að ganga til kosninga. Ég vil sjá ríkisstjórn með sterkan meirihluta, ég hefði helst kosið að hafa slíkan meirihluta eftir síðustu kosningar en það atvikaðist ekki þannig.“

Varðandi dagsetningu kosninga segir Bjarni að hann vilji ekki segja kollegum sínum á þingi of mikið til um þá ákvörðun. „Við þurfum aðeins að greiða úr þessu sameiginlega. Það sem er ljóst er að það er ekki hægt að mynda meirihlutastjórn.“ Bjarni telur þó nauðsynlegt að ganga til kosninga sem fyrst. „En þó ekki svo hratt að það verði ákveðin ögrun við lýðræðið. Mér er hugsað til flokka sem standa utan þings. Ég þekki mjög vel hversu vel flokkarnir þurfa að undirbúa sig og allan nauðsynlegan aðdraganda að kosningum. En ég er að horfa á nóvember, fyrir mitt leyti.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert