Hugsanlega opinn fundur um uppreist æru

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hanna

Hugsanlegt er að opinn fundur um uppreist æru fari fram í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á þriðjudaginn þar sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra situr fyrir svörum en Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, hafði boðið þingmönnum stjórnarandstöðunnar að kanna hvort slíkt væri mögulegt fyrir helgi.

Brynjar segir í samtali við mbl.is að óskað hafi verið eftir slíkum fundi áður en til stjórnarslita kom og hann sagt að hann skyldi kanna hvort dómsmálaráðherra gæti mætt til fundar í næstu viku. Hins vegar hafi ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það enn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert