Tildrög banaslyssins enn ókunn

Grampa Dave var sannkallaður ævintýramaður og fór víða til að …
Grampa Dave var sannkallaður ævintýramaður og fór víða til að stunda áhugamál sitt. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. 

Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, er málið enn til rannsóknar.

Hvorki er komin endanleg krufningarskýrsla í málinu né skýrsla frá tæknideild sem rannsakaði búnað Kanadamannsins.

Tekin voru viðtöl við hóp fólks sem var á staðnum þegar McCord féll til jarðar.

Aðspurður segir Oddur ekki ljóst hvenær hægt verður að greina frá tildrögum slyssins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert