Tæknideild skoðar svifvæng Grampa Dave

David Frederik McCord, betur þekktur sem Grampa Dave, lést við …
David Frederik McCord, betur þekktur sem Grampa Dave, lést við Reynisfjöru er svifvængur hans féll þar niður. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Dánarorsök liggur enn ekki fyrir í máli kanadamannsins David Frederik McCord, betur þekktur sem Grampa Dave, sem lést í Reynisfjöru á sunnudagskvöld er hann féll til jarðar með svifvæng.

Oddur Árnason, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Sel­fossi, segir lögreglu hafa tekið skýrslu af fjölda fólks sem var í fjörunni þegar McCord féll þar niður. Ekki standi hins vegar til að taka skýrslu af öllum þeim 400 sem þar voru staddir er atvikið átti sér stað.

Hann segir ekkert í veðri útskýra að svifvængurinn félli niður og því bíði lögregla nú niðurstöðu krufningar og rannsóknar á svifvængjabúnaðinum, en tæknideild lögreglu mun skoða búnaðinn með aðstoð sérfróðra manna.

Grampa Dave var mik­ill áhugamaður um svif­vængja­flug og í ít­ar­legu viðtali við Sunnu­dagsút­gáfu Morg­un­blaðsins í byrj­un júlí sagði hann íþrótt­ina hafa breytt lífi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert