Höfðar mál gegn Rúv

Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri.
Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins  um málefni veitingastaðarins. Hún hefur óskað eftir því við lögmann sinn, Jóhannes Má Sigurðarson, að undirbúa stefnu á hendur Rúv, fréttamanni og öðrum sem ábyrgð kunna að bera. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ á Akureyri.
Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ á Akureyri.

„Þann 30. ágúst sl. var greint frá því í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv að grunur léki á því að umbj. minn stundaði mansal, samkvæmt heimildum frá starfsmönnum stéttarfélagsins Einingar-Iðju á Akureyri.

Greint var frá því að kínverskir starfsmenn staðarins, sem hafi fengið loforð um góða atvinnu og framtíðarbúsetu hér á landi gegn því að greiða háa fjárhæð fyrir, fengju greiddar 30 þ. krónur á mánuði, matarafganga að borða, og að fulltrúar stéttarfélagsins væru nú að skoða ásamt fleiri opinberum aðilum hver „finni fólkið í Kína og komi því hingað til lands“.

Í samtali við fréttamann Rúv á Akureyri, þann 31. ágúst, að loknum fundi með umbj. mínum og Einingu-Iðju, upplýsti undirritaður lögmaður fréttamann um það að á fundinum hafi formaður stéttarfélagsins og verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits fullyrt að rangt væri að heimildir þessar væru frá þeim komnar. Í kjölfarið ítrekaði stéttarfélagið þetta í yfirlýsingu sinni, dags. 5. september. Að auki var þar greint frá því að upplýsingar sem fram komu í þeim gögnum sem kallað var eftir stæðust almenna kjarasamninga og launataxta sem giltu á veitingahúsum.

Fréttatilkynningu þessari fylgir bréf frá umbj. mínum þar sem hún telur rétt að kynna sig fyrir landsmönnum vegna hinnar miklu fjölmiðlaumfjöllunar sem málið hefur fengið. Lýsir hún í eigin orðum afleiðingum fréttaumfjöllunarinnar, og nefnir m.a. að 30. ágúst hafi verið myrkur dagur í lífi hennar og fjölskyldunnar. Hafi hún verið að koma af skólasetningu Tónlistarskólans á Akureyri með 8 ára dóttur sinni, og ætlunin hafi verið að snæða kvöldverð á veitingastaðnum. Þegar þangað var komið hafi þeim mætt lið fréttamanna með myndavélar og tækjabúnað, sem hafi reynst dóttur hennar afar erfitt. Hafi dóttir hennar í kjölfarið falið sig hágrátandi inni á veitingastaðnum og haft miklar áhyggjur af því hvort móðir hennar væri að fara í fangelsi.

Þessu lýsir hún í eigin orðum í meðfylgjandi bréfi, ásamt m.a. upphafi búsetu sinnar á Íslandi, stolti sínu á því að geta kallað sig íslending, ásamt fjölmörgum verkefnum sem hún hefur stýrt og komið að á einn eða annan hátt. Þau verkefni hafa mörg hver varðað samskipti íslenska ríkisins og Kína. Í samskiptum ríkjanna hafi hún margsinnis staðið við hlið háttsettra fulltrúa kínverska alþýðulýðveldisins sem og fulltrúa íslenska ríkisins, einkum forseta Íslands, m.a. í heimsóknum hans og samskiptum við kínversk stjórnvöld. Greinir hún frá því að árið 2010 hafi hún haldið blaðamannafund á 5 stjörnu hóteli í Shanghai-borg, þar sem forseti Íslands, 600 kínverskir söluaðilar og fulltrúar 20 fjölmiðla voru viðstaddir. Þessi fundur varð til þess að auka mjög sölu á íslenskum vörum í Kína, og opnaði m.a. á viðskiptasamband íslenskra vara í gegnum fyrirtækin Alibaba og AliExpress, sem margir Íslendingar þekkja vel. Þá sé hún frumkvöðull í ferðaþjónustu Kínverja til Íslands. Sjá nánar í meðf. bréfi.

Jóhannes Már Sigurðarson hdl.
Jóhannes Már Sigurðarson hdl.

Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttamönnum að fylgja siðareglum, starfsreglum og öðrum hátternisreglum, sérstaklega þegar kemur að umfjöllun um meinta refsiverða háttsemi, en mansal varðar allt að 12 ára fangelsi. Að þessu var ekki gætt við fréttaflutning Rúv þann 30. ágúst sl. Hefur umbj. minn því ákveðið að leita réttar síns og falið undirrituðum að undirbúa stefnu á hendur Rúv, fréttamanni og öðrum sem ábyrgð kunna að bera.

Að endingu er rétt að benda á að jafnóvönduð fréttamennska sem þarna fór fram af hálfu ríkisfjölmiðils gegn umbj. mínum og virtum kínverskum matreiðslumönnum og fjölskyldum þeirra, gæti hæglega haft áhrif á milliríkjasamband Íslands og Kína, en það er von undirritaðs að svo verði ekki,“ segir í fréttatilkynningunni. 

Uppfært klukkan 14:35: 

Hvorki Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður Rúv, né Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, vildu tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður mbl.is leitaði eftir því. Málið sé í skoðun. 

mbl.is

Innlent »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Velferðarmálin eru í brennidepli

05:30 Komið var fram á níunda tímann í gærkvöldi þegar fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi. Frumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar og annarrar umræðu. Meira »

Ekkert samráð haft við íbúana

05:30 Einar Páll Svavarsson, íbúi í Mánatúni í Reykjavík, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið neitt tillit til gagnrýni íbúa í hverfinu á byggingu allt að 64 íbúða á lóðinni Borgartúni 24. Breyting á deiliskipulagi var auglýst í sumar. Skipulagssvæðið afmarkast af Samtúni, Borgartúni og Nóatúni. Meira »

Atvinnuþátttaka minnkar

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur minni atvinnuþátttöku benda til að atvinnuleysi hafi náð lágmarki. Atvinnuleysi hafi aukist meðal erlendra ríkisborgara og mikill aðflutningur erlends vinnuafls náð hámarki. Meira »

Andlát: Leó Eiríkur Löve

05:30 Leó Eiríkur Löve hæstaréttarlögmaður lést 10. desember sl., 69 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 25. mars 1948, sonur Guðmundar Löve, kennara og síðar skrifstofumanns hjá SÍBS, og Rannveigar Ingveldar Eiríksdóttur, kennara við Melaskóla og síðar kennsluráðgjafa í Reykjanesumdæmi. Meira »

Andlát: Arnbjörn Kristinsson

05:30 Arnbjörn Kristinsson, stofnandi og fv. forstjóri bókaútgáfunnar Setbergs, lést aðfaranótt miðvikudagsins 13. desember sl. á Vífilsstöðum, 92 ára að aldri. Meira »

Eldur í ruslagámi á Seltjarnarnesi

Í gær, 21:54 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi á Seltjarnarnesi. Meira »

Drógu vin sinn upp úr tjörninni

Í gær, 21:45 Lögreglan á Suðurnesjum varar við ótraustum ís á tjörnunum í Reykjanesbæ. Birti lögreglan í dag á Facebook-síðu sinni frásögn af 11 ára dreng sem datt ofan eina af tjörnunum, eftir að skilaboð bárust frá áhyggjufullu foreldri í bænum. Meira »

Samningar náðust ekki í kvöld

Í gær, 21:30 Fundi Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, vegna flugvirkja hjá Icelandair, lauk í kvöld án þess að samningar næðust. Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, sagði þó einhverjar þreifingar vera í gangi á milli manna þegar mbl.is ræddi við hann á tíunda tímanum í kvöld. Meira »

Enginn fékk milljarðana 2,6

Í gær, 20:56 Fyrsti vinn­ing­ur í Eurojackpot gekk ekki út í kvöld en rúm­lega 2,6 millj­arðar króna voru í pott­in­um. Annar vinningur gekk heldur ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpar 170 milljónir króna. Meira »

„Svo fylgdi Hofsjökull með í pakkanum“

Í gær, 20:44 Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri leggur til að aðgengi að fjölsóttum og viðkvæmum ferðamannastöðum verði takmarkað við lestarsamgöngur í jólaerindi sínu til starfsmanna. Hann telur heldur ekki nægar hömlur settar á notkun díselbílar og skammast yfir notkun þeirra í íslenskri náttúru. Meira »

Níræð hjón gætu tapað draumasiglingunni

Í gær, 21:08 „Það er töluverður fjöldi sem hefur verið að hafa samband, enda vorum við að upplýsa alla okkar farþega um stöðuna í dag, um yfirvofandi verkfall,“ segir Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður notenda- og þjónustuupplifunar hjá Icelandair. Meira »

„Góður fjölskyldufagnaður“

Í gær, 20:47 Senn líður að besta eða versta tíma ársins í matargerð á Íslandi, eftir því hver á í hlut, en það er Þorláksmessan. Þá er gjarnan tekið forskot á jólahátíðina og slegið upp veislu þar sem kæst skata og tindabikkja er borin á borð. Meira »

Þöggun beitt gegn starfsfólki spítalans

Í gær, 20:28 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í umræðu um fjárlagafrumvarpið í dag að þöggun væri beitt gegn starfsfólki Landspítalans. Hann sagði að starfsfólk mætti ekki tjá sig um nýjan Landspítala á nýjum stað. Gunnar sagði þetta hafa komið fram á fundi um spítalann sem haldinn var í Norræna húsinu í kosningabaráttunni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
Toyota Corolla
Toyota Corolla árg. 2007 til sölu. Ekin 126 þús. km. Bifreiðin er í góðu ástandi...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...