Gengið verði frá kjarasamningi

Alls staðar á landinu er skortur á lögreglumönnum.
Alls staðar á landinu er skortur á lögreglumönnum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Ég get tekið undir flest það sem kemur fram í ályktun Lögreglufélags Vestfjarða, m.a. að efla og styrkja þurfi lögregluna í landinu, t.d. með auknum fjárheimildum og fjölgun lögreglumanna.“

Þetta segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í Morgunblaðinu í dag en hann segir ástandið vera orðið alvarlegt. „Alls staðar á landinu er skortur á lögreglumönnum og verkefnum fjölgar, m.a. erfiðum verkefnum.“

Í ályktun Lögreglufélags Vestfjarða er sérstaklega minnt á þverpólitíska skýrslu Innanríkisráðuneytisins um löggæsluþörf, sem gefin var út árið 2014 þar sem kom fram að lögreglumenn á Vestfjörðum skyldu vera 27 árið 2017. Fjárheimildir í dag leyfa aðeins 21 lögreglumann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert