Hærri laun hjá ríkinu

Starfsmenn hins opinbera njóta betri kjara en aðrir í landinu.
Starfsmenn hins opinbera njóta betri kjara en aðrir í landinu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hjá ríkinu voru 13% starfsmanna með meira en milljón krónur í heildarlaun á mánuði á síðasta ári. Þá voru 30% með 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun, sem er hærra hlutfall en á almennum vinnumarkaði þar sem þetta hlutfall var 24%.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ljóst að 30 til 50 prósent hækkun Kjararáðs hjá æðstu stjórnendum ríkisins sé augljós orsakavaldur. „Af hverju ættu ekki aðrir að gera kröfur um slíkt hið sama. Þetta er bara ein birtingarmynd þess höfrungahlaups sem Kjararáð hefur komið af stað,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ljóst að opinberi geirinn hafi verið launaleiðandi í landinu og það gangi ekki upp þar sem verðmætasköpunin verði á hinum almenna vinnumarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert