Leggja til að slá viðræðum á frest

Gunnar Björnsson (t.v.) handsalar nýjan kjarasamning.
Gunnar Björnsson (t.v.) handsalar nýjan kjarasamning. Eggert Jóhannesson

Samninganefnd ríkisins hefur lagt til að kjarasamningsviðræðum við þau 17 aðildarfélög sem eru með lausa samninga verði frestað þar til eftir kosningar, þetta staðfestir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. Tvennum sögum fer af umboði samninganefndarinnar.

„Við boðuðum formenn félaganna á fund og skýrðum frá þeim kostum sem við sjáum í stöðunni,“ segir Gunnar.

„Í fyrsta lagi er hægt að framlengja samninga um nokkrar vikur eða mánuði, í öðru lagi er hægt að halda viðræðum áfram en það er kannski ekki mikið svigrúm til þess í ljósi aðstæðna. Í þriðja lagi getum við sameinast um að fresta viðræðum þar til eftir kosningar og tekið þráðinn upp þá. Náist niðurstaða fyrir áramót myndu samningar gilda frá 1. september en verði ekki fallist á frestun verður gildistími samninganna eitt af samningsatriðum næstu vikna en meginreglan hjá okkur er að samningar gildi frá þeim mánuði sem skrifað er undir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert