Fjallað um Heiðu fjallabónda á BBC

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljót­ar­stöðum.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi á Ljót­ar­stöðum.

Fjalla­­bónd­inn, nátt­úru­vernd­arsinn­inn, rún­ings­maður­inn, fóst­urtaln­inga­kon­an og fyr­ir­sæt­an, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir á Ljót­ar­stöðum, er umfjöllunarefni á ferðavef BBC.

Þar eru birtar fjölmargar myndir af Heiðu, myndskeið og viðtal við þessa stórmerkilegu konu sem Steinunn Sigurðardóttir fjallaði um í bók sinni Heiða - Fjallabóndinn sem kom út í fyrra.

Í viðtali við BBC viðurkennir Heiða að hún hafi orðið skelfingu lostin þegar bókin kom út. „Ég man eftir því að í útgáfupartýinu óttaðist ég að ég væri að fá hjartaáfall. Þarna var allt þetta fólk vegna bókar sem fjallaði um mig. Það eina sem ég vildi var að láta mig hverfa, fara aftur á bæinn minn þar sem kindurnar mínar eru.“

En viðbrögðin við bókinni voru mjög jákvæð og minnist Heiða þess þegar einhver lesandi hafði skilið koníakflösku eftir í póstkassanum hennar með kveðju frá ánægðum lesanda.

Hér er hægt að lesa umfjöllun BBC 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert