Situr enn í gæsluvarðhaldi í Albaníu

Karlmaðurinn er enn í gæsluvarðhaldi.
Karlmaðurinn er enn í gæsluvarðhaldi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mál íslenska karlmannsins sem situr í fangelsi í Tirana höfuðborg Albaníu fyrir smygl á kannabisefnum er enn í rannsókn. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Nokkrir fjölskyldumeðlimir hans eru komnir út og hafa fengið að hitta hann. 

„Þau hefðu viljað fá meiri upplýsingar en fá ekki,“ sagði einn fjölskyldumeðlimur við mbl.is. Hann lætur vel af sér miðað við aðstæður. Ekki liggur því fyrir hversu lengi hann mun sitja í gæsluvarðhaldi, hvenær rannsókninni lýkur né hvenær dæmt verður í málinu.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið og ræðismaður Íslands í Alban­íu vinna að mál­inu.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert