Býst við mikilli athygli

Víðir Reynisson, fyrir miðju, býst við annasömum dögum með landsliðinu …
Víðir Reynisson, fyrir miðju, býst við annasömum dögum með landsliðinu á HM í Rússlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að undirbúningur fyrir þátttöku liðsins á HM í Rússlandi næsta sumar sé þegar hafinn.

„Þetta verður mjög spennandi verkefni. Það er risastórt og í ansi mörg horn að líta. Undirbúningurinn fer svo á fullt þegar við vitum hvar við spilum,“ segir Víðir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Átta íslenskir lögreglumenn voru sendir út til Frakklands þegar Ísland keppti á EM. Þeirra verkefni sneru að stuðningsmönnum íslenska liðsins að sögn Víðis. Hann telur líklegt að beiðni um að íslenskir lögreglumenn verði sendir út komi frá yfirvöldum í Rússlandi. „Við vitum það ekki ennþá en það hefur verið þannig á öllum stórmótum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert