„Svo varð bara allt vitlaust“

Mótmælendur veifa fánum Spánar og Katalóníu og Spánar í Barcelona ...
Mótmælendur veifa fánum Spánar og Katalóníu og Spánar í Barcelona í dag. Á spjöldunum stendur "Já Katalónía og Spánn líka". AFP

Spánverjar fagna í dag þjóðhátíðardegi sínum. Veruleg spenna er þó enn í Katalóníu eftir umdeilda sjálfstæðiskosningu fyrr í mánuðinum. Þær Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir urðu illilega varar við spennuna í héraðinu er þær voru staddar á kaffihúsi við Katalóníutorg í Barcelona í morgun.

„Við sátum í makindum okkar, fengum okkur kaffi og horfðum á fólk vera byrja í göngunni [mótmælagöngu vegna atkvæðagreiðslunnar] og allt leit mjög friðsælt út,“ segir Kristín. Verið var að stilla upp fyrir dagskrá og ræðuhöld á nærliggjandi torgi. „Okkur fannst þess vegna frábær hugmynd að sitja þarna og fylgjast með.“

Þær voru þó ekki búnar að sitja lengi þegar það kom til átaka „Þetta byrjaði þannig að það kom ung stúlka og byrjaði að hrópa „áfram Katalónía“,“ segir Kristín. Strax í kjölfarið hafi tveir menn komið þar að og annar þeirra hafi síðan slegið flösku eða glasi í höfuðið á öðrum manni. „Það komu fleiri að þar á eftir og svo varð bara allt vitlaust.“

Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir í Barcelona í ...
Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir í Barcelona í gær. Þær hafa nú komið sér til Sitges eftir atburði morgunsins. Ljósmynd/Facebook

Eva að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að rífa í Kristínu og svo hafi þær byrjað að hlaupa. „Þetta var bara eitthvað viðbragð,“ segir hún. „Við hlupum ásamt fjölda manns niður Römbluna. Þar var fólk að benda manni að koma inn á staði áður en járnhliðin yrðu sett fyrir. Síðan kom löggan kom að og svo heyrðum við bara læti. Við vorum ekki vissar um hvort þetta væru byssuskot eða eitthvað annað.“

Upplifðum okkur í hættu

Kristín segir hljóðin hafa líkst skothríð eða litlum sprengjum. „Þetta var bara hræðileg lífsreynsla. Við vissum ekkert hvað var að fara að gerast, nema að við upplifðum okkur í  hættu. Það var bara þannig.“

Þær segja lögreglubíla hafa drifið að úr öllum áttum. „Ég held að við höfum eiginlega fengið taugaáfall,“ segir Kristín. 

Eva bætir við að mikið sé búið að bera á lögreglu í Barcelona undanfarið og að svo virðist sem aðgerðir hafi farið í gang strax og upp úr sauð. „Það er mikill viðbúnaður,“ segir hún. „Ég held að það hafi líka bjargað því að það fór ekki verr.“

Um leið og þær voru komnar inn í annað hverfi þá var allt með ró og spekt.

Mótmælendur brenna fána Katalóníu á fundi hægri öfgamanna í Barcelóna ...
Mótmælendur brenna fána Katalóníu á fundi hægri öfgamanna í Barcelóna á þjóðhátíðardegi Spánar. AFP

Þær segjast hafa upplifað spennu í Barcelona þann hálfa mánuð sem þær hafa dvalið þar. „Ég hef aldrei upplifað Barcelona áður með þessum hætti, segir Eva. „Hún er kraumandi. Það er allt önnur orka í borginni en verið hefur.“

Þær hafa nú komið sér til Sitges ásamt þriðju vinkonunni og ætla að vera þar það sem eftir lifir ferðar.

mbl.is

Innlent »

Vekja athygli á húsnæðisvanda skólans

21:25 Listaháskólinn stendur fyrir röð viðburða í aðdraganda alþingiskosninganna til að vekja athygli á aðkallandi og húsnæðisvanda Listaháskólans. En m.a. ætla hópar kennara og nemenda að heimsækja kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík nú um helgina. Meira »

Skoða gjaldtöku á Reykjanesi

21:00 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. Verkefnastjóri stofnunarinnar segir að einungis sé verið að kanna viðhorf sveitarfélaga en ekki að leggja neitt til. Meira »

Atvinnulífið aðlagist vetrarfríi

20:45 Vetrarfrí í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hefjast í dag og eru til dæmis í Reykavík og Mosfellsbæ til og með mánudegi. Börn og foreldrar hafa því tækifæri til að gera ýmislegt skemmtilegt saman næstu daga. Meira »

„Slagar hátt í að vera það mesta“

20:38 Tveir er­lend­ir karl­menn sitja nú í gæslu­v­arðhaldi eft­ir að toll­verðir fundu falið í bíl þeirra í Nor­rænu mikið magn af am­feta­mín­vökva. Efnið fannst fyr­ir um það bil hálf­um mánuði við komu ferj­unn­ar til Seyðis­fjarðar við venjubundna leit tollvarða, að sögn Gríms Grímssonar. Meira »

Margar leiðir til að selja fisk yfir netið

20:17 Þótt það sé ekki endilega ódýrara að selja fisk í netverslunum en matvöruverslunum ná markaðsherferðir á netinu til neytenda með skilvirkum hætti. Seljendur þurfa að vinna heimavinnuna sína og tryggja að framboð sé nægt ef viðtökurnar á netinu eru góðar. Meira »

Miðflokkurinn hertekur Framsóknarhúsið

20:00 Miðflokkurinn hefur hreiðrað um sig á neðri hæðinni í Framsóknarhúsinu, að Eyrarvegi 15 á Selfossi, og opnar þar kosningaskrifstofu í kvöld með pompi og prakt. Það fer aðeins meira fyrir Miðflokknum í húsinu en flennistórar auglýsingar með andlitum frambjóðenda prýða gluggana. Meira »

Hjúkrunarfræðideild á þolmörkum

19:20 Hjúkrunarfræðideild HÍ er komin að þolmörkum hvað varðar inntöku nýnema að sögn forseta deildarinnar. Um 120 nýnemar hefja nám á hverju ári en dregið hefur úr aðsókn eftir upptöku inntökuprófa. Meira »

Bryggjuhverfi á teikniborðinu

19:30 Reykjavíkurborg er byrjuð að úthluta lóðum í nýju Bryggjuhverfi í Elliðavogi sem enn er á teikniborðinu. Gert er ráð fyrir allt að 850 íbúðum í þessu nýja hverfi. Hverfið verður þar sem athafnasvæði Björgunar er nú og munu þau mannvirki sem nú eru á lóðinni víkja, utan sementstankarnir tveir. Meira »

Skotveiðifélagið greiði ríkinu milljón

18:49 Hæstiréttur sýknaði í íslenska ríkið af kröfum Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, en Skotveiðifélagið hafði farið fram á að ríkið greiddi sér skaðabætur vegna málskostnaðaðar sem félagið hefði sem orðið fyrir er það sótti mál gegn ríkinu vegna niðurfellingar starfsfsleyfis skotvallar á Álfsnesi. Meira »

Skoða ylstrendur við Gufunes og Skarfaklett

18:22 Tillaga borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett var samþykkt í borgarráði í morgun. Meira »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...