„Svo varð bara allt vitlaust“

Mótmælendur veifa fánum Spánar og Katalóníu og Spánar í Barcelona ...
Mótmælendur veifa fánum Spánar og Katalóníu og Spánar í Barcelona í dag. Á spjöldunum stendur "Já Katalónía og Spánn líka". AFP

Spánverjar fagna í dag þjóðhátíðardegi sínum. Veruleg spenna er þó enn í Katalóníu eftir umdeilda sjálfstæðiskosningu fyrr í mánuðinum. Þær Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir urðu illilega varar við spennuna í héraðinu er þær voru staddar á kaffihúsi við Katalóníutorg í Barcelona í morgun.

„Við sátum í makindum okkar, fengum okkur kaffi og horfðum á fólk vera byrja í göngunni [mótmælagöngu vegna atkvæðagreiðslunnar] og allt leit mjög friðsælt út,“ segir Kristín. Verið var að stilla upp fyrir dagskrá og ræðuhöld á nærliggjandi torgi. „Okkur fannst þess vegna frábær hugmynd að sitja þarna og fylgjast með.“

Þær voru þó ekki búnar að sitja lengi þegar það kom til átaka „Þetta byrjaði þannig að það kom ung stúlka og byrjaði að hrópa „áfram Katalónía“,“ segir Kristín. Strax í kjölfarið hafi tveir menn komið þar að og annar þeirra hafi síðan slegið flösku eða glasi í höfuðið á öðrum manni. „Það komu fleiri að þar á eftir og svo varð bara allt vitlaust.“

Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir í Barcelona í ...
Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir í Barcelona í gær. Þær hafa nú komið sér til Sitges eftir atburði morgunsins. Ljósmynd/Facebook

Eva að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að rífa í Kristínu og svo hafi þær byrjað að hlaupa. „Þetta var bara eitthvað viðbragð,“ segir hún. „Við hlupum ásamt fjölda manns niður Römbluna. Þar var fólk að benda manni að koma inn á staði áður en járnhliðin yrðu sett fyrir. Síðan kom löggan kom að og svo heyrðum við bara læti. Við vorum ekki vissar um hvort þetta væru byssuskot eða eitthvað annað.“

Upplifðum okkur í hættu

Kristín segir hljóðin hafa líkst skothríð eða litlum sprengjum. „Þetta var bara hræðileg lífsreynsla. Við vissum ekkert hvað var að fara að gerast, nema að við upplifðum okkur í  hættu. Það var bara þannig.“

Þær segja lögreglubíla hafa drifið að úr öllum áttum. „Ég held að við höfum eiginlega fengið taugaáfall,“ segir Kristín. 

Eva bætir við að mikið sé búið að bera á lögreglu í Barcelona undanfarið og að svo virðist sem aðgerðir hafi farið í gang strax og upp úr sauð. „Það er mikill viðbúnaður,“ segir hún. „Ég held að það hafi líka bjargað því að það fór ekki verr.“

Um leið og þær voru komnar inn í annað hverfi þá var allt með ró og spekt.

Mótmælendur brenna fána Katalóníu á fundi hægri öfgamanna í Barcelóna ...
Mótmælendur brenna fána Katalóníu á fundi hægri öfgamanna í Barcelóna á þjóðhátíðardegi Spánar. AFP

Þær segjast hafa upplifað spennu í Barcelona þann hálfa mánuð sem þær hafa dvalið þar. „Ég hef aldrei upplifað Barcelona áður með þessum hætti, segir Eva. „Hún er kraumandi. Það er allt önnur orka í borginni en verið hefur.“

Þær hafa nú komið sér til Sitges ásamt þriðju vinkonunni og ætla að vera þar það sem eftir lifir ferðar.

mbl.is

Innlent »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

Í gær, 17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Álfelgur og dekk 195/65R15 - Toyota Avensis
Settið á 40 þúsund krónur. Upplýsingar i sima 840 2010...
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
KIA Soul 2015
KIA Soul 2015, diesel 6 gíra, ekinn 44 þús. Ný heilsársdekk. Fallegur bíll. Ve...
Stimplar
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...