„Svo varð bara allt vitlaust“

Mótmælendur veifa fánum Spánar og Katalóníu og Spánar í Barcelona ...
Mótmælendur veifa fánum Spánar og Katalóníu og Spánar í Barcelona í dag. Á spjöldunum stendur "Já Katalónía og Spánn líka". AFP

Spánverjar fagna í dag þjóðhátíðardegi sínum. Veruleg spenna er þó enn í Katalóníu eftir umdeilda sjálfstæðiskosningu fyrr í mánuðinum. Þær Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir urðu illilega varar við spennuna í héraðinu er þær voru staddar á kaffihúsi við Katalóníutorg í Barcelona í morgun.

„Við sátum í makindum okkar, fengum okkur kaffi og horfðum á fólk vera byrja í göngunni [mótmælagöngu vegna atkvæðagreiðslunnar] og allt leit mjög friðsælt út,“ segir Kristín. Verið var að stilla upp fyrir dagskrá og ræðuhöld á nærliggjandi torgi. „Okkur fannst þess vegna frábær hugmynd að sitja þarna og fylgjast með.“

Þær voru þó ekki búnar að sitja lengi þegar það kom til átaka „Þetta byrjaði þannig að það kom ung stúlka og byrjaði að hrópa „áfram Katalónía“,“ segir Kristín. Strax í kjölfarið hafi tveir menn komið þar að og annar þeirra hafi síðan slegið flösku eða glasi í höfuðið á öðrum manni. „Það komu fleiri að þar á eftir og svo varð bara allt vitlaust.“

Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir í Barcelona í ...
Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir í Barcelona í gær. Þær hafa nú komið sér til Sitges eftir atburði morgunsins. Ljósmynd/Facebook

Eva að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að rífa í Kristínu og svo hafi þær byrjað að hlaupa. „Þetta var bara eitthvað viðbragð,“ segir hún. „Við hlupum ásamt fjölda manns niður Römbluna. Þar var fólk að benda manni að koma inn á staði áður en járnhliðin yrðu sett fyrir. Síðan kom löggan kom að og svo heyrðum við bara læti. Við vorum ekki vissar um hvort þetta væru byssuskot eða eitthvað annað.“

Upplifðum okkur í hættu

Kristín segir hljóðin hafa líkst skothríð eða litlum sprengjum. „Þetta var bara hræðileg lífsreynsla. Við vissum ekkert hvað var að fara að gerast, nema að við upplifðum okkur í  hættu. Það var bara þannig.“

Þær segja lögreglubíla hafa drifið að úr öllum áttum. „Ég held að við höfum eiginlega fengið taugaáfall,“ segir Kristín. 

Eva bætir við að mikið sé búið að bera á lögreglu í Barcelona undanfarið og að svo virðist sem aðgerðir hafi farið í gang strax og upp úr sauð. „Það er mikill viðbúnaður,“ segir hún. „Ég held að það hafi líka bjargað því að það fór ekki verr.“

Um leið og þær voru komnar inn í annað hverfi þá var allt með ró og spekt.

Mótmælendur brenna fána Katalóníu á fundi hægri öfgamanna í Barcelóna ...
Mótmælendur brenna fána Katalóníu á fundi hægri öfgamanna í Barcelóna á þjóðhátíðardegi Spánar. AFP

Þær segjast hafa upplifað spennu í Barcelona þann hálfa mánuð sem þær hafa dvalið þar. „Ég hef aldrei upplifað Barcelona áður með þessum hætti, segir Eva. „Hún er kraumandi. Það er allt önnur orka í borginni en verið hefur.“

Þær hafa nú komið sér til Sitges ásamt þriðju vinkonunni og ætla að vera þar það sem eftir lifir ferðar.

mbl.is

Innlent »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Verja tvöfalt meira í tölvukerfi

05:30 Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum. Meira »

Eyþór íhugar oddvitasætið

05:30 Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Mikilvægur leikur hjá konunum

05:30 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Meira »

Tuga milljarða íbúðakaup

05:30 Kaup borgarinnar á 500-700 félagslegum íbúðum á næstu fimm árum gætu kostað 18,3-25,6 milljarða. Er þá miðað við meðalverð íbúða sem borgin hefur keypt undanfarið. Meira »

Vestmannaeyingar ósáttir

05:30 Vestmannaeyingar eru afar ósáttir vegna þess dráttar sem verður á að gert verði við Herjólf. Jafnframt gagnrýna þeir Vegagerðina fyrir að hafa ákveðið að nýta ekki ágústmánuð til þess að láta dýpka Landeyjahöfn. Meira »

Heimsóknum fjölgar til Stígamóta

05:30 Fjöldi fólks hefur leitað til Stígamóta í kjölfar átaksins #metoo sem fram fer á Facebook. Undir merkingunni hefur fjöldi kvenna og karla stigið fram og greint frá því að hafa upplifað kynferðislega áreitni. Meira »

Andlát: Þorbjörn Guðmundsson

05:30 Þorbjörn Guðmundsson, fyrrverandi blaðamaður og fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut. Hann var á 95. aldursári. Meira »

Verkfallslög voru til

05:30 „Það vissu allir hvað var að gerast og það þurfti engar hótanir. Við vorum búnir að vera í verkfalli og aldrei verið í jafnlöngu verkfalli og það vita þetta allir.“ Meira »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina....
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...