„Svo varð bara allt vitlaust“

Mótmælendur veifa fánum Spánar og Katalóníu og Spánar í Barcelona ...
Mótmælendur veifa fánum Spánar og Katalóníu og Spánar í Barcelona í dag. Á spjöldunum stendur "Já Katalónía og Spánn líka". AFP

Spánverjar fagna í dag þjóðhátíðardegi sínum. Veruleg spenna er þó enn í Katalóníu eftir umdeilda sjálfstæðiskosningu fyrr í mánuðinum. Þær Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir urðu illilega varar við spennuna í héraðinu er þær voru staddar á kaffihúsi við Katalóníutorg í Barcelona í morgun.

„Við sátum í makindum okkar, fengum okkur kaffi og horfðum á fólk vera byrja í göngunni [mótmælagöngu vegna atkvæðagreiðslunnar] og allt leit mjög friðsælt út,“ segir Kristín. Verið var að stilla upp fyrir dagskrá og ræðuhöld á nærliggjandi torgi. „Okkur fannst þess vegna frábær hugmynd að sitja þarna og fylgjast með.“

Þær voru þó ekki búnar að sitja lengi þegar það kom til átaka „Þetta byrjaði þannig að það kom ung stúlka og byrjaði að hrópa „áfram Katalónía“,“ segir Kristín. Strax í kjölfarið hafi tveir menn komið þar að og annar þeirra hafi síðan slegið flösku eða glasi í höfuðið á öðrum manni. „Það komu fleiri að þar á eftir og svo varð bara allt vitlaust.“

Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir í Barcelona í ...
Kristín Júlla Kristjánsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir í Barcelona í gær. Þær hafa nú komið sér til Sitges eftir atburði morgunsins. Ljósmynd/Facebook

Eva að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að rífa í Kristínu og svo hafi þær byrjað að hlaupa. „Þetta var bara eitthvað viðbragð,“ segir hún. „Við hlupum ásamt fjölda manns niður Römbluna. Þar var fólk að benda manni að koma inn á staði áður en járnhliðin yrðu sett fyrir. Síðan kom löggan kom að og svo heyrðum við bara læti. Við vorum ekki vissar um hvort þetta væru byssuskot eða eitthvað annað.“

Upplifðum okkur í hættu

Kristín segir hljóðin hafa líkst skothríð eða litlum sprengjum. „Þetta var bara hræðileg lífsreynsla. Við vissum ekkert hvað var að fara að gerast, nema að við upplifðum okkur í  hættu. Það var bara þannig.“

Þær segja lögreglubíla hafa drifið að úr öllum áttum. „Ég held að við höfum eiginlega fengið taugaáfall,“ segir Kristín. 

Eva bætir við að mikið sé búið að bera á lögreglu í Barcelona undanfarið og að svo virðist sem aðgerðir hafi farið í gang strax og upp úr sauð. „Það er mikill viðbúnaður,“ segir hún. „Ég held að það hafi líka bjargað því að það fór ekki verr.“

Um leið og þær voru komnar inn í annað hverfi þá var allt með ró og spekt.

Mótmælendur brenna fána Katalóníu á fundi hægri öfgamanna í Barcelóna ...
Mótmælendur brenna fána Katalóníu á fundi hægri öfgamanna í Barcelóna á þjóðhátíðardegi Spánar. AFP

Þær segjast hafa upplifað spennu í Barcelona þann hálfa mánuð sem þær hafa dvalið þar. „Ég hef aldrei upplifað Barcelona áður með þessum hætti, segir Eva. „Hún er kraumandi. Það er allt önnur orka í borginni en verið hefur.“

Þær hafa nú komið sér til Sitges ásamt þriðju vinkonunni og ætla að vera þar það sem eftir lifir ferðar.

mbl.is

Innlent »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Hef gaman af því að grúska

Í gær, 20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

Í gær, 20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

Í gær, 20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Síldarlýsi út á salatið?

Í gær, 19:58 Íslenski Sjávarklasinn bauð til viðburðarins „Matur & nýsköpun“ síðdegis. Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri klasans mætti í beinu framhaldi í Magasínið á K100 til að segja frá því nýjasta sem íslenskir matarfrumkvöðlar hafa verið að framleiða og þróa. Vörur sem nú eru komnar á markað. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

Í gær, 19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

Í gær, 19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Í gær, 19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

Í gær, 18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

Í gær, 18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

Í gær, 18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

Í gær, 18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

Í gær, 18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...