Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa í alls fjögur skipti á tímabilinu 14. mars til 2. maí ekið bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og í fyrsta sinn sviptur ökurétti. Í öll skipti mældist talsvert kókaín og tetrahýdrókannbínól í blóði hans og í tvö skipti mældist vínandi yfir 0,93 prómíl. 

Maðurinn krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa en en við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn, sem er fæddur árið 1993, væri nú í þriðja skipti fundinn sekur um að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna og var hann því dæmdur í 75 daga óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert