Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

Hallgrímur Óskarsson, til vinstri, og Eiríkur Jónsson á fundinum.
Hallgrímur Óskarsson, til vinstri, og Eiríkur Jónsson á fundinum. mbl.is/Árni Sæberg

Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni.

Þetta kom fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Á fundinum greindi Eiríkur frá því að það megi grípa til lögbanns og takmarka tjáningarfrelsi en það þurfi að uppfylla skilyrði um réttmæt markmið lögbannsins og að það sé nauðsynlegt í lýðræðislegu þjóðfélagi. Staðan sé svipuð þegar kemur að mannréttindasáttmála Evrópu.

Hann sagði það geta verið fyllilega réttmætt að grípa til lögbanns þrátt fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, til dæmis varðandi birtingu heilsufarsupplýsinga. Ríka ástæðu þurfi samt til að takmarka tjáningafrelsi fyrirfram. 

Sýslumanni vorkunn 

Hann bætti við að sýslumanni væri vorkunn því allt í einu hafi honum verið kastað inn í hringiðu stjórnskipunarréttar og þurft að leggja mat á lögbannskröfuna. „Ég er ekki viss um að Mannréttindadómstóll Evrópu myndi hafa samúð með þeim vandamálum,“ sagði hann og nefndi að málið líti illa út utan frá þar sem fulltrúi ríkisvaldsins sé að banna umfjöllun fjölmiðla.

Frá fundinum í morgun.
Frá fundinum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Svarað í dómaframkvæmd

Eiríkur var spurður hvort nauðsynlegt sé að gera lagabreytingar til að tryggja betur frelsi fjölmiðla  og sagði hann að það væri hægt en á endanum ráðist málið af reglum stjórnskipunarréttar og mannréttindaákvæða. „Löggjafinn getur hugsað hvernig er hægt að tryggja þetta best með almennum lögum en á endanum er þessu svarað í dómaframkvæmd hér og úti í Strassborg.“

Spurður sagði hann að það kæmi til álita að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt vegna lögbannsins en spurningin væri þá um tjónið og hvert skuli beina kröfunni.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði  að fjallað væri um þagnarskyldu í 142 íslenskum löggjöfum og spurði hvort ekki þyrfti að afnema þessi ákvæði, eða þá að undanskilja persónur í áberandi stöðu í þjóðfélaginu. Eiríkur sagði erfitt að undanskilja einhverjar persónur og ákveða að leynd gildi ekki um þær.

„Fráleit“ gagnrýni á sýslumann

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að sýslumaðurinn hafi farið eftir 58. grein stjórnarskrárinnar með lögbanninu. „Öll þessi gagnrýni á sýslumanninn sjálfan er fullkomlega fráleit að mínu mati,“ sagði hann.

Eiríkur endurtók að sýslumanni væri vorkunn en að alltaf færi samt fram mat hjá honum. „Ég er ekki að gagnrýna sýslumann sérstaklega. Ég er fyrst og fremst að horfa á þetta utan frá.“

Segir málið geta orðið fordæmisgefandi

Hallgrímur Óskarsson, varaformaður Gagnsæis, sat einnig fyrir svörum á fundinum. Hann sagði það mjög slæmt þegar þjóðfélagið uppgötvi að ritstjórnarlegt frelsi sé takmarkað með svona afgerandi hætti og þegar hagsmunir almennings séu ríkari.

„Aðalhættan þegar svona aðgerð fer fram er að hún verður fordæmisgefandi,“ sagði hann og bætti við að mjög mikilvægt væri að hnekkja úrskurðinum og draga hann til baka.

Hallgrímur sagði lögbannið jafnframt hægja á framþróun gegnsæis á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Stimplar
...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...