Neyðarákall vegna barna rohingja

Rohingjar á flótta.
Rohingjar á flótta. AFP

UNICEF sendir frá sér alþjóðlegt neyðarákall vegna gríðarlegrar neyðar barna rohingja sem hafa þurft að flýja ofbeldisöldu í Mjanmar yfir til Bangladess síðustu vikur. Síðan 25. ágúst hafa meira en 528.000 rohingjar flúið hræðilegt ofbeldi, þar af 58% börn. Um 100.000 barna eru undir fimm ára. Mörg þessara barna hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar og eru ein á flóttanum. Að minnsta kosti 21% barna undir fimm ára þjást af vannæringu og hætta er á að kólerufaraldur og aðrir smitsjúkdómar geti brotist út.

Neyðin er gífurleg og UNICEF varar við því að það sé ekki einungis verið að ræna þessi börn barnæsku sinni heldur einnig  framtíð sinni. „Mörg barna rohingja á flótta í Bangladess hafa orðið vitni að grimmdarverkum í Mjanmar sem ekkert barn á nokkurn tíman að þurfa að sjá, og hafa upplifað gífurlegan missi,“ segir Anthony Lake, framkvæmdastjóri UNICEF í tilkynningu.

„Þau þurfa mat, hreint vatn, hreinlætisaðstöðu og bólusetningar til að vernda þau gegn sjúkdómum sem geta brotist út þegar neyðarástand ríkir. En þau þurfa einnig hjálp til að vinna sig úr þeim áföllum sem þau hafa þurft að þola. Þau þurfa menntun. Þau þurfa sálræna aðstoð. Þau þurfa von,“ segir Lake jafnframt. 

Hægt er að styðja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með því að senda sms-ið UNICEF í nr 1900 (1500 krónur), gefa með kreditkorti hér eða leggja inn á reikning 701-26-102050, kt 481203-2950.

Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn rohingja er í fullum gangi og nú þegar hefur fjöldi fólks stutt söfnunina hér á landi. Framlög heimsforeldra hafa einnig runnið til neyðaraðgerða UNICEF fyrir börn á flótta frá Mjanmar. 

Með neyðarákallinu sem UNICEF sendir í dag fylgir ný skýrsla, Outcast and Desperate: Rohingya refugee children face a perilous future. Þar kemur fram að sá fjöldi rohingja sem hefur flúið síðustu vikur bætist í hóp hundruð þúsunda annarra sem höfðu flúið ofbeldið í Rakhine héraði áður. Þau hafast við í yfirfullum bráðabirgða flóttamannabúðum þar sem mikill skortur er á helstu nauðsynjum. Á hverjum degi bætast við um 1.200 – 1.800 börn sem hafa flúið yfir landamærin og bera með sér merki um gífurleg áföll og ofbeldi. Í skýrslunni kemur einnig fram að í óreiðunni sem ríkir eru börn mjög viðkvæm fyrir misnotkun og mansali.

Með ákallinu kallar UNICEF eftir tafarlausum aðgerðum alþjóðasamfélagsins á fjórum megin sviðum:

  • Aukinn alþjóðlegan fjárstuðning til þess að hægt sé að veita lífsnauðsynlega neyðaraðstoð sem nær til allra barna á svæðinu;
  • Vernda börn rohingja og fjölskyldur þeirra og veita tafarlaust aðgengi hjálparstofnana að öllum þeim börnum sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis í Rakhine héraði;
  • Styðja það að þeir rohingjar sem vilja snúa heim til Mjanmar geti gert það á öruggan og virðingaverðan hátt;
  • Vinna að langtíma lausn og binda endi á ofbeldið.

UNICEF krefst þess að grimmdarverkum gegn óbreyttum borgurum í Rakhine héraði linni tafarlaust og að hjálparstofnanir fái óhindraðan aðgang að öllum þeim börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi þar. Enn sem komið er hefur UNICEF ekki fengið aðgengi að börnum rohingja í norðurhluta Rakhine-héraðs.

Í flóttamannabúðunum sem byggst hafa upp í Bangladess er bætt vatns- og hreinlætisaðstaða forgangsatriði en starfsfólk UNICEF á svæðinu hefur áhyggjur af úbreiðslu sjúkdóma sem dreifast með óhreinu vatni, þ.á.m niðurgangspestir sem geta verið lífshættulegar fyrir vannærð börn. Einnig er lögð áhersla á að veita börnum menntun og sálræna aðstoð í öruggum barnvænum svæðum og vinna með samstarfsaðilum í að takast á við kynbundið ofbeldi.

UNICEF hefur nú þegar náð að dreifa mikið af hjálpargögnum og veita börnum og fjölskyldum þeirra þeirra í búðunum lífnauðsynlega hjálp. Má þar nefna:

  • 36.083 börn hafa verið skimuð fyrir vannæringu og um 1.000 börn hafa fengið meðhöndlun við alvarlegri bráðavannæringu;
  • Yfir 100.000 mannst hafa aðgengi að hreinu vatni;
  • 135.519 börn hafa verið bólusett gegn mislingum og rauðum hundum;
  • Umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru sem mun ná til 900.000 rohingja er hafið og þegar hafa 679,678 manns verið bólusett;
  • 26.924 börn fá sálræna aðstoð og stuðning í öruggum barnvænum svæðum, af þeim eru 822 fylgdarlaus börn sem hafa verið skráð;  
  • Búið er að koma á fót 228 skólasvæðum fyrir börn rohingja þar sem þau geta leikið sér, lært og eignast vini á öruggum stað.

„Þörfin er yfirþyrmandi og umfangið mikið. Stórauka þarf neyðaraðgerðir á svæðinu til að hægt sé að veita öllum þeim fjölda barna sem þurfa á að halda nauðsynlega hjálp,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, í tilkynningu. 

Fjöldi barna býr við neyð.
Fjöldi barna býr við neyð. AFP
mbl.is

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stimplar
...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...