Gróf aðför að lýðræðislegu framboði

Pálmey Gísladóttir.
Pálmey Gísladóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dögun lýsir yfir megnustu vanþóknun á þeirri mismunun sem framboðið hefur orðið fyrir af hálfu bæði fjölmiðla og félagasamtaka. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dögun, sem Pálmey Gísladóttir undirritar. Þar kemur ennfremur fram að flokkurinn hafni þeim viðbárum að ekki taki því að hlusta á flokka sem mælast með lítið fylgi í skoðanakönnunum.

„Þvert á móti getur vel verið að sá háttur að sniðganga flokka á borð við Dögun, á fundum og í fjölmiðlaumfjöllun, stuðli eimmitt að því að boðskapur flokksins fái ekki tilhlýðilega athygli og kjósendur eigi því erfiðara með að mynda sér skoðun á honum,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Dögun verður ekki á meðal flokka í lokaumræðum RÚV annað kvöld en ákveðið var að einungis flokkar sem bjóða fram á landsvísu taki þátt. Það gerir Dögun ekki en Pálmey segir það grófustu aðför að lýðræðislegu framboði um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert