Bifreiðaumboð fá leyfi til rafrænna forskráninga

„Þetta verður algjör bylting og mun spara vinnu hjá bifreiðaumboðunum …
„Þetta verður algjör bylting og mun spara vinnu hjá bifreiðaumboðunum og hjá samgöngustofu,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Frá og með 20. janúar í síðasta lagi geta stærri innflutningsaðilar bifreiða séð um rafrænar forskráningar. Samgöngustofa mun áfram sjá um skráningar einkabifreiða.

„Það vandamál sem skapaðist vegna tafa á skráningu bifreiða seinnipart síðasta vetrar og fram á sumar kallaði á lausn. Nú er hún komin, til hagsbóta fyrir bifreiðaeigendur og samgöngustofu,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón, að tvennt hafi verið í stöðunni til þess að bæta ástandið; annaðhvort að auka fjárveitingar til samgöngustofu eða einfalda verkferla og færa skráningu út á markaðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert