Á 170 km/klst. og sviptur á staðnum

Ferðamaðurinn var á leið um Kirkjubæjarklaustur.
Ferðamaðurinn var á leið um Kirkjubæjarklaustur. Mynd/Mats Wibe Lund

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ökumann sem mældist á hraðanum 170 km/klst. Ökumaðurinn sem var erlendur ferðamaður var stöðvaður við Kirkjubæjarklaustur í dag. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum og þarf að greiða sekt sem nemur um 100 þúsund krónum, samkvæmt upplýsingum á vef Samgöngustofu

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ökumann í uppsveitum Árnessýslu í dag, sá ók farþegum í atvinnuskyni án allra tilskilinna leyfa. Hann hafði hvorki leigubílaréttindi né meirapróf og bifreiðin var ekki skráð sem leigubifreið.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert