„Mikil vonbrigði“ að ekki náðist að mynda stjórn

Viðræðum slitið. Katrín Jakobsdóttir.
Viðræðum slitið. Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokka. Það var Framsóknarflokkurinn sem sleit viðræðunum fyrir hádegi í dag, en ástæðan var sú að meirihlutinn var talinn of naumur. Þeir flokkar sem höfðu átt í viðræðum voru VG, Framsókn, Samfylkingin og Píratar. 

Katrín tjáði sig um slit viðræðnanna á facebooksíðu sinni nú fyrir skömmu. „Málefnalega gengu samræður þessara flokka mjög vel og ég upplifði traust á milli formannanna; mín, Sigurðar Inga, Loga og Þórhildar Sunnu. Fyrir liggur hins vegar að hinn naumi meirihluti vó of þungt til að Framsókn treysti sér til að ljúka myndun meirihlutastjórnar,“ skrifar Katrín. Hún segir þó eftir standa að það verði að koma á starfhæfri ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert