Fór út af veginum með tengivagn

Loka þurfti Fjarðarheiði eft­ir að drátt­ar­bíll með tengi­vagn fór að …
Loka þurfti Fjarðarheiði eft­ir að drátt­ar­bíll með tengi­vagn fór að hluta út af veg­in­um. Ljósmynd/Guðvarður Ólafsson

Fjarðarheiði er lokuð eftir að dráttarbíll með tengivagn fór að hluta út af veginum um Fjarðarheiði á áttunda tímanum í morgun. Að sögn lögreglu á Austurlandi átti óhappið sér stað efst í brekkunni, Egilsstaðamegin.

Engin slys urðu á fólki, en nokkuð eignatjón varð á tengivagninum.

Erfið staðsetning óhappsins gerir það að verkum að ekki komast stórir bílar fram hjá, en lögregla reynir að hleypa fólksbílum fram hjá eftir því sem kostur er.

Verið er að reyna að ná tengivagninum frá dráttarbílnum svo hægt sé að koma þeim á brott og umferð komist í eðlilegt horf að nýju.

Uppfært 11.40: Búið er að opna Fjarðarheiði fyrir umferð að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert