Hinir yngstu og elstu öttu kappi í skák

Það var mikil stemning á mótinu um helgina.
Það var mikil stemning á mótinu um helgina. Ljósmynd/Taflfélag Reykjavíkur

Taflmótið Æskan og ellin fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur um liðna helgi. Venju samkvæmt höfðu þeir þátttökurétt sem annaðhvort voru 15 ára og yngri eða 60 ára og eldri.

Alexander Oliver Mai.
Alexander Oliver Mai. Ljósmynd/Taflfélag Reykjavíkur

Segir í frétt um mótið á vefsíðu Taflfélagsins að það virðist sem kynslóðirnar nærist á samvistinni hvor við aðra. Þegar þær setjist niður er líkt og æskuljóminn berist í aðra áttina og viskan í hina.

Líkt og hefð er fyrir var keppt í mörgum aldursflokkum og voru verðlaunahafar leystir út með verðlaunagripum og bókmenntum.

Tveir reynsluboltar.
Tveir reynsluboltar. Ljósmynd/Taflfélag Reykjavíkur

Efstu menn mótsins:

  1. Alexander Oliver Mai 7,5v.
  2. Júlíus Friðjónsson 7,5v.
  3. Gylfi Þórhallsson 7v.

80 ára og eldri:

  1. Sigurður Herlufsen 6,5v.
  2. Páll G. Jónsson 6v.
  3. Sigurður E. Kristjánsson 5,5v.

70 – 80 ára:

  1. Þór Valtýsson 6v.
  2. Ólafur Bjarnason 6v.
  3. Kristinn Þ. Bjarnason 6v.

60 – 70 ára:

  1. Júlíus Friðjónsson 7,5v.
  2. Gylfi Þórhallsson 7v.
  3. Ögmundur Kristinsson 6,5v.

13 – 15 ára:

  1. Alexander Oliver Mai 7,5v.
  2. Birkir Ísak Jóhannsson 6v.

10 – 12 ára:

  1. Óskar Víkingur Davíðsson 6v.
  2. Róbert Luu 5,5v.
  3. Gunnar Erik Guðmundsson 5v.

9 ára og yngri:

  1. Anna Katarina Thoroddsen 4v.
  2. Aron Örn Hlynsson Scheving 4v.
  3. Einar Tryggvi Petersen 4v.
Taflborðin voru þétt setin.
Taflborðin voru þétt setin. Ljósmynd/Taflfélag Reykjavíkur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert