Moltan það fyrsta sem flyst á Esjumela

Atvinnusvæðið í Gufunesi. Moltuvinnsla Íslenska gámafélagsins á svæðinu verður fyrsti ...
Atvinnusvæðið í Gufunesi. Moltuvinnsla Íslenska gámafélagsins á svæðinu verður fyrsti hluti starfsemi þess sem flyst upp á Esjumela. mbl

Íslenska gámafélagið hefur skilað inn tilkynningu um moltugerð fyrirtækisins til Skipulagsstofnunnar og fyrirtækið tekur athugasemdir um öll umhverfisáhrif, þar með talið lykt, mjög alvarlega. Þetta segir Jó­hann Haukur Björns­son­, for­stjóri Íslenska gáma­fé­lags­ins.

Íbúar í Grafarvogi hafa frá því í sumar kvartað yfir ólykt sem berist frá Gufunesi, þar sem nokkur fyrirtæki eru með endurvinnslustarfsemi og eru tvö þeirra, Íslenska gámafélagið og Moldarvinnslan, með moltugerð á svæðinu, sem talið er að lyktin kunni að hluta að berast frá.

Mbl.is greindi frá því í gær að fyrirtæki sem vinna moltu í Gufunesi þurfi að skila tilkynningu til Skipulagsstofnunnar, þar sem vinnslumagnið fari yfir 500 tonn á ári. Skipulagsstofnun þurfi svo að taka afstöðu til þess hvort moltugerðin þurfi að fara í umhverfismat.

Haukur segir tilkynninguna hafa verið senda inn seinni hluta vikunnar. Ekki hafi verið hægt að senda hana fyrr þar sem fyrirtækið hafi fram að þeim tíma verið að vinna með Heilbrigðiseftirlitinu að umsókn um starfsleyfi.

Vilja leyfi til að vinna 2.500 tonn af moltu

„Við erum algjörlega meðvituð um og styðjum að það sé metið hvort það þurfi að fara fram umhverfismat,“ segir Haukur. „Af því að vinnum náið bæði með eftirlitsaðilum og stjórnvöldum sem hafa með málið að gera.“

Upphaflega var moltugerð innifalin í starfsleyfi gámafélagsins, en umfang hennar hefur vaxið umtalsvert frá því hún hófst og hefur sá vöxtur verið nokkuð jafn að sögn Hauks. Íslenska gámafélagið sækir um að fá leyfi til að vinna 2.500 tonn af moltu á ári, en vinnsla fyrirtækisins er í dag vel undir 2.000 tonnum að því er Haukur segir. „Þetta þýðir að það er vel undir 1.000 tonnum á svæðinu á hverjum tíma,“ segir hann og kveðst ekki sjá neitt stökk fram undan í þeim efnum.

Haukur segir moltugerðina mikið umhverfismál og hagsmunamál fyrir Íslendinga að ekki sé verið að moka lífrænum úrgangi ofan í jörðina. „Það hefur margvísleg neikvæð umhverfisáhrif í för með sér. Þar með talið metangasmyndun og rýrnun landgæða og þróunar lands,“ segir Haukur og bætir við að mun meiri lyktarmengun stafi af urðun á lífrænum úrgangi en af moltugerð.

Vilja vinna hlutina í samstarfi við hagsmunaaðila

Íslenska gámafélagið tekur athugasemdir um öll umhverfisáhrif, þar með talið lykt, mjög alvarlega. „Við skoðum það. Við viljum vinna hlutina í sem bestu samstarfi við hagsmunaaðila og þar eru náttúrlega íbúar og nágrannar okkar mjög mikilvægir,“ segir Haukur. Gámafélagið fagni því jafnframt að fá að taka á móti fólki og sýna því hvað moltugerð eða jarðgerð gengur út á sem og vinnsluna sjálfa.

Haukur segir niðurbrotið í moltuvinnslunni taka sex mánuði. „Lífrænn úrgangur kemur til okkar og við setjum hann á jörðina, blöndum við hann stoðefnum sem eru hrossaskítur og timburkurl. Síðan fer þetta ofan á kurlpúða á jörðina og utan um þetta er svo líka sett kurl,“ segir hann. Haugunum, sem nefnast múgar, er svo snúið á mánaðar fresti.

„Það er í tengslum við þennan snúning sem vissulega kemur upp lykt,“ segir Haukur. Eftir að athugasemdum vegna lyktar fjölgaði í sumar breytti Gámafélagið hins vegar vinnulaginu og setti m.a. upp fána til að vakta betur vindinn. „Við höfum alveg nokkurra daga vikmörk varðandi snúninginn, þannig að við stúderum vindaspár mjög vel. Þetta gerðum við allt saman núna í sumar sem varúðarráðstöfun ef svo væri að hluti af þessari lykt, sem er verið að kvarta yfir, kæmi frá okkur, sem við vitum svo sem ekki.“

Urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Þar er m.a. unnið metangas.
Urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Þar er m.a. unnið metangas. mbl.is/Styrmir Kári

Stoltur af innra eftirliti fyrirtækisins

Íslenska gámafélagið hefur unnið að þessum aðgerðum í samráði við Heilbrigðiseftirlitið og segir Haukur fyrirtækið stöðugt vera að skoða nýjan búnað og nýjar aðferðir fyrir alla sína vinnslu. Það eigi jafnt við um vinnslu á moltuefni sem öðrum hráefnum. „Við vinnum sérstaklega í þessu og í lífdísilframleiðslunni okkar mjög náið með eftirlitsaðilum. Við erum með öflugt innra eftirlit sem ég er stoltur af. Þar er allt sem gert er skráð niður og líka kvartanir ef einhverjar eru.“

Vindáttir og hitastig séu skráð og þá sé fyrirtækið með sírita, hitamæla í moltunni, sem fari inn í skráninguna og þá séu frávik sömuleiðis öll skoðuð.

Skoða hvort sé betur fyrir komið annars staðar

Spurður hvort ástæða sé til að telja moltugerð í byggð ekki góða hugmynd segir Haukur það kannski vera kjarna málsins. „Auðvitað er best að allt það sem hefur einhver áhrif fari sem lengst í burtu ef öllu öðru er haldið jöfnu. Aftur á móti er raunveruleikinn sá að hlutfallslega flestir búa hér í þéttbýli af öllum þjóðum og það er afskaplega dýrt ef við ætlum að fara að fara með alla atvinnustarfsemi sem mögulega getur komið lykt eða hávaði af langt í burtu. Þá gengur það ekki upp. Það þarf að finna þarna einhvern milliveg.“

Íslenska gámafélagið sé hins vegar líkt og væntanlega allir aðrir í sambærilegri vinnslu alltaf að skoða hvort þessu sé einhvers staðar betur fyrir komið annars staðar. „Við höfum ekki séð það sé hingað til,“ segir hann. „Aftur á móti erum við á leiðinni upp á Esjumela með alla okkar starfssemi á næstu árum. Við erum með leyfi til að vera í Gufunesi út árið 2022 en höfum ákveðið hjá fyrirtækinu að það fyrsta af vinnslu okkar sem muni fara þangað úr Gufunesinu verði moltugerðin.“

Gámafélagið vilji þannig koma til móts við íbúa, ef það mögulega geti það.

Spurður hvað sé gert við moltuna segir hann Gámafélagið bjóða íbúum að taka sér moltu endurgjaldslaust fyrir utan lóð fyrirtækisins. „Hluti af henni fer þannig, hluti af henni fer til fyrirtækja en mestur hluti af henni fer í landgræðslu og skógrækt.“ Þá fari mikill hluti einnig til baka til sveitarfélaga sem Gámafélagið er samningsbundin. Það eigi þó meira við í moltugerð fyrirtækisins í öðrum sveitarfélögum. „Úti um land er það víðast þannig að sveitarfélögin fá stóran hluta moltunnar sem er notuð í beð og annað og það er hluti af samningi gámafélagsins við sveitarfélögin.“

Urðun sorps tímaskekkja

Greint var frá því í fréttum RÚV í dag að sveitarfélög ræddu nú með sér að taka upp verkaskiptingu í sorpmálum. Þannig að urðun færi þá fram á Suðurlandi, brennsla á Suðvesturlandi og vinnsla og lífrænn úrgangur á höfuðborgarsvæðinu.

Haukur segir verkaskiptingu af hinu góða, en líst ekki á urðunina. „Við þurfum klárlega einhvern veginn að takast á við þann lífrænan úrgang sem til fellur og það mun ekkert hætta. Á sama hátt munum við alltaf þurfa að brenna vissan hluta þess sem fellur til af því að við viljum ekki sitja uppi með þann úrgang einhvers staðar á jörðinni. Hins vegar er það tímaskekkja að vera að tala um urðun þegar við vitum að þess er ekki langt að bíða að urðun verði að leggjast af því að hún er tímaskekkja,“ segir hann.

Umhverfismálin séu eitt af stóru málunum sem mannkynið standi frammi fyrir og þar verði stjórnvöld, atvinnulíf og almenningur að leggjast á eitt og leggja urðun af hér á landi sem annars staðar.

mbl.is

Innlent »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðin tíma vegna snjóflóðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

UNICEF veitir skólum viðurkenningu

11:43 Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

11:42 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma á slysstað. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Teikning eftir Barböru Árnason
Til sölu teikning eftir Barböru Árnason, stærð ca 23x13 cm. Uppl. í síma 772-2...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...