Búast ekki við lyktarvandamálum á Bakka

Kísilver PCC á Bakka. Verksmiðjan séð af Húsavíkurfjalli.
Kísilver PCC á Bakka. Verksmiðjan séð af Húsavíkurfjalli. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Í nýju starfsleyfi sem Umhverfisstofnun hefur gefið út fyrir kísilverksmiðju PCC BakkiSilicon hf. á Bakka við Húsavík fer nokkuð fyrir kröfum um lyktarmengun og bökun á fóðringum í ofnum verksmiðjunnar. Voru það þessi atriði sem hafa hvað mest verið til umræðu eftir að ofn kísilverksmiðju United silicon í Helguvík var ræstur á sínum tíma og varð að lokum til þess að framleiðsla þar var stöðvuð.

Vandamálin í Reykjanesbæ „ekki talin dæmigerð áhrif“

Kemur fram í athugasemdum Umhverfisstofnunar vegna umsagnar Landverndar um starfsleyfið að ákvæði um lykt og bökun á fóðringum sé komið til vegna reynslu af starfsemi annarrar verksmiðju, kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Þá hafi PCC verið gert að skila upplýsingum um gangsetningarferli og bendir Umhverfisstofnun á að PCC ætli að nota forbökuð rafskaut sem ættu að tryggja betra rekstraröryggi ofnsins og minni lyktarmengun.

Starfsleyfi Bakka á vef Umhverfisstofnunar ásamt viðaukum og fylgiskjölum

Í starfsleyfinu segir meðal annars um lyktarmengun að gera skuli ráðstafanir til að koma í veg fyrir að lykt berist frá framleiðslustarfsemi þannig að hún finnist ekki utan iðnaðarsvæðisins. Segir Umhverfisstofnun að ekki sé búist við sömu vandamálum varðandi lykt og vart hefur orðið við í Reykjanesbæ og „slík vandamál eru ekki talin dæmigerð áhrif verksmiðju sem þessarar“, að því er segir í fylgiskjölum starfsleyfisins.

Eftir að verksmiðja United silicon í Helguvík var gangsett kom ...
Eftir að verksmiðja United silicon í Helguvík var gangsett kom fram mikil gagnrýni vegna lyktarmengunar. Í nýju starfsleyfi fyrir verksmiðju PCC á Bakka er komið inn á þessi atriði og segir þar að fyrirtækið hafi gert ráðstafanir og að „slík vandamál eru ekki talin dæmigerð áhrif verksmiðju sem þessarar.“ mbl.is/RAX

Lyktarmengun og sýnilegur reykur í 72 klukkustundir eftir ræsingu

Skilaði PCC inn minnisblaði í kjölfar þess að Umhverfisstofnun benti á að ef hiti við bruna væri ekki nægilegur gætu myndast ýmis óæskileg efni. Þar kemur meðal annars fram að fyrirtækið ætli að nota fyrrnefnd forbökuð skaut. Þó er bent á að uppkeyrsla ofna geti valdið lyktarmengun og sýnilegum reyk í 72 klukkustundir á nokkurra ára fresti. Þá segir fyrirtækið að lögð verði áhersla á að notaður sé hreinn viður við brunann. „Þá má geta þess að með því að starfrækja háa neyðarskorsteina aukast líkur á að mengunarefni, þ.á m. lyktarefni, þynnist betur í lofti en ef þeim er sleppt út í gegnum reykhreinsivirki, vegna hita, hæðar skorsteins og hraða útblástursins,“ segir Umhverfisstofnun.

mbl.is

Innlent »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...