Rafmagnsvagnar á nýju ári

Með nýju vögnunum minnkar útblástur koltvísýrings um 1.100 tonn á …
Með nýju vögnunum minnkar útblástur koltvísýrings um 1.100 tonn á ári en í dag losar hver vagn um 125 tonn af koltvísýringi á ári.

Tafir urðu á afhendingu níu rafmagnsstrætisvagna sem áætlað var að kæmu í umferð nú í haust vegna veikleika í yfirbyggingu vagnanna. Þeir eru framleiddir af kínverska fyrirtækinu Yutong.

Nú hefur verið leyst úr vandanum og áætlað er að fyrstu vagnarnir komi til landsins í byrjun næsta árs.

„Yfirbyggingin á vögnunum var úr áli en í prófunum kom í ljós ákveðinn veikleiki í álinu þannig að þeir skiptu því út fyrir stál,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í umfjöllun um fyrirhugaða rafstrætisvagna  í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert