„Við höfum ekki fundið heita vatnið“

Borhola í landi Götu við Laugaland í Holtum.
Borhola í landi Götu við Laugaland í Holtum. Ljósmynd/Guðmundur Óli Gunnarsson

„Við höfum ekki fundið heita vatnið ennþá en við höfum fundið hita,“ segir Ólöf Snæhólm Bald­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Veitna, en í Götu í Laugalandi í Holtum á Suðurlandi er verið að bora eftir 90 gráðu heitu vatni. 

Þetta hefur ekki enn borið árangur þrátt fyrir að borholan sé orðin 1.840 metra djúp. Upphaflega var gert ráð fyrir að á 1.800 metra dýpi myndi heitt vatn streyma upp. 

Skortur á heitu vatni í Rangárþingum og Ásahreppi verður því áfram. Sundlaugarnar á Laugalandi, Hellu og Hvolsvelli hafa verið lokaðar í tæpar tvær vikur og verða það eitthvað áfram.  

Ekki er hægt að nýta heitustu holuna í Laugalandi meðan á borun stendur. Hlé er því stundum gert á boruninni svo svæðið verði ekki vatnslaust. Ólöf reiknar því ekki með að vatnsskortur verði á svæðinu þrátt fyrir borunina.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert