„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

„Við vissum það hins vegar alveg þegar við ákváðum að ...
„Við vissum það hins vegar alveg þegar við ákváðum að fara í þessar viðræður að þetta yrði kannski ekki vinsæl ákvörðun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun.

„Ég veit að þetta stjórnarsamstarf getur komið niður á okkar fylgi. Það er heldur ekki vinsælt að vera í ríkisstjórn,“ sagði Katrín og minnti á að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingarinnar hefði einnig komið niður á fylgi flokksins og flokkurinn þá verið við það að detta út af þingi. „Þannig að ég átta mig alveg á að þetta er mikil áhætta fyrir okkur og okkar innra starf og félaga.“  

Katrín kvaðst hins vegar telja að þegar komi að því að horfa á hlutverk stjórnmálanna þá sé mikilvægara að gera ákveðnar málamiðlanir til að ná árangri í samtímanum, frekar en að neita að gera málamiðlanir í von um meiri árangur seinna.

Hvort vegur þyngra árangurinn eða fylgistapið?

„Það er mikilvægara að við stöndum undir því að laga það sem okkur finnst þurfa að laga,“ sagði hún.

„Ég trúi því að Vinstri hreyfingin sem slík lifi þetta af. Við þurfum hins vegar að meta þegar þetta liggur fyrir, hvort að við metum þann árangur sem kynni að nást meira en það fylgistap sem við kunnum að verða fyrir sem flokkur.“

Spurð um skattabreytingar og hvort sátt sé í höfn varðandi þær, kvaðst Katrín vera með hugmyndir að skattabreytingum. „Ég vil gera skattkerfið sanngjarnara og réttlátara, en við þurfum líka að skapa breiðari samstöðu um skattabreytingar. Við þurfum að skapa meiri samstöðu og þess vegna talaði ég fyrir því fyrir kosningar að stjórnmálin þyrftu líka að eiga samtal við verkalýðshreyfinguna og samtök atvinnulífsins og reyna þá að tryggja að það sé einhver samfella í þeim skattkerfisbreytingum sem við gerum svo við séum ekki alltaf að taka þessar kollsteypur.“

Spurð hvort flokkarnir þrír séu búnir að ná saman um þessi mál, segir Katrín svo ekki vera. „Þannig að þessum viðræðum er hvergi nærri lokið.“

Kemur á óvart að fólk sé ekki tilbúið að meta niðurstöðuna

Brotthvarf Drífu Snædal úr VG var einnig til umræðu og sagði Katrín alltaf leiðinlegt að sjá á eftir góðum félögum. „Við vissum það hins vegar alveg þegar við ákváðum að fara í þessar viðræður að þetta yrði kannski ekki vinsæl ákvörðun. Það sem hefur komið mér á óvart er að félagar okkar séu ekki reiðubúnir að meta niðurstöðuna, ef hún verður af þessum viðræðum.“

Þeirri gagnrýni, að stjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar yrði stöðnunarstjórn þar sem ekki yrði farið í róttækar kerfisbreytingar í sjávarútvegs- eða landbúnaðarmálum, svaraði Katrín því til að sú gagnrýni komi aðallega frá þingmönnum fráfarandi stjórnar. „Ég horfi bara á stóru málin fyrir kosningar. Ég hef setið í stjórn sem ætlaði sér mikla hluti í kerfisbreytingum en náði þeim ekki í gegn,“ sagði hún og kvað mikilvægasta verkefni þessarar stjórnar vera að hlusta á fagaðila á borð við landlækni.

„Ég veit að þetta er áhætta og heilmikil áhætta fyrir VG, en ég held það sé líka áhætta fyrir íslenskt samfélag ef maður tekur ekki áhættu.“

mbl.is

Innlent »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en Ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blauta vegi víða um land og einngi má búast við skafrenningi, einkum norðan og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu nýr talnalás. kr.45,000,- uppl. 8691204 Br,58cm Hæð...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...