„Kallar á stóraukið eftirlit“

Öræfajökull. Áhættumatið segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur ...
Öræfajökull. Áhættumatið segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur gjósi í jöklinum. mbl.is/Rax

„Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn og formaður al­manna­varna­nefnd­ar sveitarfélagsins í Hornafirði.

Greint var frá því fyrr í dag að í ný­legu hættumati fyr­ir svæðið í kring­um Öræfa­jök­ul komi fram að tím­inn frá því að eld­gos næði til yf­ir­borðs á jökl­in­um og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 væri í mörg­um til­fell­um aðeins 20 mín­út­ur.

Mikið af byggð í Öræf­um er inn­an þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga einna erfiðustu aðstæður við eld­fjöll á Íslandi. Gerð rým­ingaráætl­ana fyr­ir þetta svæði hef­ur nú verið flýtt vegna þeirr­ar auknu virkni sem hef­ur verið í jökl­in­um síðustu daga. 

Björn Ingi segir stefnt á fund með Öræfingum um þessa nýjustu atburði  á næstu dögum og þá verði einnig fundur í almannavarnanefnd í vikunni. „Síðan verða líklega daglegir fundir með vísindamönnum og lögreglustjóra og fleirum.“

Björn Ingi Jónsson gerir ráð fyrir að funda með vísindamönnum ...
Björn Ingi Jónsson gerir ráð fyrir að funda með vísindamönnum og lögreglustjóra daglega á næstunni. mbl.is/ Sigurður Bogi Sævarsson

Funda með Öræfingum

Spurður hve langan tíma hann telji það taka að gera rýmingaráætlunina kveðst hann vonast til að það skýrist á næstu dögum.   

„Þetta er allt á frumstigi, en við stefnum á fund með Öræfingum aftur um þessa nýjustu atburði og þá er þetta eitt af því sem þarf að ræða, því það eru 2-3.000 manns á svæðinu á góðum degi þó að íbúar Öræfasveitar séu ekki nema rétt um 100.“

Ekki þurfi þó endilega að taka svo langan tíma að útbúa rýmingaráætlun fyrir svæðið. „Það eru til rýmingaráætlanir fyrir eldgos og annað sem hægt er að nota til að sníða að aðstæðum þarna, þannig að menn eru vanir að vinna þessa vinnu og því á hún ekki að þurfa að taka neitt rosalega langan tíma.“  

Skoða fjölgun ferðamanna sérstaklega

Fjölgun ferðamanna á svæðinu sé þá eitthvað sem þurfi að skoða sérstaklega. „Þetta er eitt af því sem þarf að fara að skoða, hvort hægt sé að trappa áhættumatið og rýmingarnar eitthvað niður þannig að fyrsta stig væri kannski að reyna að koma í veg fyrir að fleiri færu inn á svæðið.“

Frá því að til­kynn­ing barst um tor­kenni­lega lykt við Kvíá og síðan sig­ketill myndaðist í öskju Öræfa­jök­uls und­ir lok síðustu viku hafa verið haldn­ir reglu­leg­ir fund­ir með ábyrgðaraðilum í sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði.

Fyr­ir um tveimur vik­um voru haldn­ir íbúa­fund­ir á svæðinu þar sem farið var yfir þau verk­efni sem fram und­an eru varðandi rým­ingaráætlan­ir og önn­ur viðbrögð sem nauðsyn­leg eru. Ekki hafði verið reiknað með að vinna við þess­ar áætlan­ir fyrr en seinni hluta næsta árs. Vegna þeirr­ar aukni virkni sem nú er staðreynd hef­ur vinn­unni hins veg­ar verið flýtt.

Björn Ingi segir þann fund hafa verið fyrsta skrefið í því að hraða vinnu við áhættumatið, en frummat Veðurstofunnar kom út fyrir um ári.

„Þegar menn fóru af stað aftur var þetta eitthvað sem varð að vinna. Það hafði ekki fundist skjálfti í Öræfasveit í ansi mörg ár, en síðasta ár er búinn að vera töluverður órói. Svo má kannski segja að þessir atburðir síðustu daga valdi því að við þurfum að hraða þessu ennþá meira.“

Enginn bær öruggur ef gýs

Spurður hvort aðstæðurnar veki íbúum ótta segist hann ekki skynja að svo sé.

„Ég myndi ekki segja að fólk fyndi fyrir ofsahræðslu en ég hef alveg fengið fyrirspurnir um hvort það verði gefin út rýmingaráætlun. Menn eru að hugsa um þetta jafnvel þó að þeir sofi kannski ekkert í fötunum eins og einn orðaði það í fréttum í gær.“

Áhættumatið  segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur gjósi í jöklinum, en Björn Ingi segir menn engu að síður telja ólíklegt að gos komi upp alls staðar og allir bæir verði á sama tímapunkti í jafnmikilli hættu. „Það fer eftir því hvar hugsanlegt eldgos myndi brjóta sér leið upp á yfirborðið.“

mbl.is

Innlent »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en Ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blauta vegi víða um land og einngi má búast við skafrenningi, einkum norðan og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Góður GMC Envoy SLT til sölu
Góður bíll til sölu.árgerð 2002 Sjálfskiptur, bensín, 6 cyl lína, 270 hestöfl, ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Ukulele
...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...