Klofinn félagsdómur segir vinnustöðvun ólögmæta

Ótímabundið verkfall flugliða hjá Primera hefur verið dæmt ólögmætt.
Ótímabundið verkfall flugliða hjá Primera hefur verið dæmt ólögmætt. mbl.is

Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Dómurinn var aftur á móti klofinn þar sem niðurstaða þriggja dómara í dóminum var að um ólögmæta boðun væri að ræða. Tveir töldu hins vegar að formsatriði boðunar væru uppfyllt en tóku ekki efnislega afstöðu til þess hvort um væri að ræða ólöglega boðun eða ekki.

Primera Air stefndi Flugfreyjufélagi Íslands vegna verkfallsboðunarinnar, en í vor var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum hjá félaginu að boða til verkfalls um borð í vélunum á þeim forsendum að réttindi flugliða væru ekki virt um borð í vélunum og laun þeirra væru langt undir íslenskum lágmarkslaunum.

Deilt um hvort íslensk lög nái til Primera

Í málinu var meðal annars tekist á um hvort Flugfreyjufélagið gæti beitt þvingunaraðgerðum samkvæmt íslenskum lögum þar sem Primera væri ekki með starfsemi á Íslandi. Þá var einnig dregið í efa að Flugfreyjufélagið hefði samningsumboð fyrir starfsmenn flugfreyja um borð í vélum Primera.

Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er það skýrt að til þess að boðun vinnustöðvunar sé lögmæt þurfi samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur að hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara.

Ríkissáttasemjari lét málið ekki til sín taka

Samkvæmt dómi félagsdóms hafði Flugfreyjufélagið ítrekað reynt að fá Primera að gerð kjarasamninga fyrir þá sem starfi sem flugliðar um borð í vélum félagsins sem fljúgi til og frá Íslandi. Var óskað eftir fundi með forstjóra félagsins í júní 2016 og í desember sama ár var þess krafist að gengið yrði til formlegra viðræðna. Þá var tekið fram að yrði bréfinu ekki svarað fyrir 9. janúar 2017 yrði málið sent ríkissáttasemjara. Var það gert 23. janúar.

Ríkissáttasemjari svaraði þeirri beiðni 13. febrúar og sagði að „svo mikill vafi sé uppi um hvort ríkissáttasemjara sé rétt að koma að málinu í ljósi þess hvert umfang valdaheimilda ríkissáttasemjara er og möguleikar embættisins til að beita þeim valdaheimildum“ og var niðurstaðan því að sáttasemjari myndi ekki láta málið til sín taka.

Fleiri greiddu atkvæði en starfa á flugleiðinni

Í apríl var svo ákveðið með öllum atkvæðum á fundi Flugfreyjufélagsins að hafa atkvæðagreiðslu um umrædda vinnustöðvun. Var atkvæðagreiðslan dagana 2.-9. maí. Kosningarétt áttu 1.189 félagsmenn og greiddu 429 þeirra atkvæði eða 36,1%. Allir samþykktu vinnustöðvunina. Primera gagnrýndi að um hefði verið að ræða almenna atkvæðagreiðslu, en ekki sértæka sem næði bara til þeirra starfsmanna sem fljúgi á umræddum leiðum. Þá væri fjöldi þeirra sem tóku þátt meiri en þeirra sem sinntu umræddu flugi.

Segir Primera að það hafi fyrst verið eftir þessa atkvæðagreiðslu sem sáttasemjari hafi fyrst boðað til fundar í júní 2017. Vegna þess sé skilyrði um lögmæti atkvæðagreiðslunnar áður en reynt hafði verið til þrautar að ná sáttum ekki til staðar.

Klofinn félagsdómur 

Er meirihluti félagsdóms sammála þessum röksemdum flugfélagsins. „Samkvæmt því, sem að framan er rakið, verður ekki ráðið að neinar samningaviðræður hafi farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara frá því að kröfur voru lagðar fram, hvorki formlegar né óformlegar. Virðist það raunar óumdeilt,“ segir í dóminum. Er ótímabundin vinnustöðvun sem átti að hefjast 15. september, en var frestað til 24. nóvember því dæmd ólögmæt.

Minnihluti félagsdóms skilaði sératkvæði og taldi að Flugfreyjufélagið hafi formlega vísað málinu til ríkissáttasemjara í janúar. Embættið hafi þar brugðist hlutverki sínu og Flugfreyjufélagið geti ekki borið hallann af því að embættið hafi þar með haft verkfallsréttinn af félagsmönnum þess. „Að óbreyttri afstöðu ríkissáttasemjara yrði verkfallsréttur félagsmanna stefnda að engu hafður. Telja verður að sú viðleitni sem stefndi sýndi með því að vísa deilunni til sáttasemjara, og það tækifæri sem sáttasemjari þá hafði til þess að koma að deilunni, uppfylli það skilyrði um milligöngu sáttasemjara eins mál þetta liggur fyrir,“ segir í sérálitinu.

Vegna niðurstöðu meirihlutans er hins vegar ekki fjallað á annan hátt um efnisatriði málsins eða tekin afstaða til þeirra í sératkvæðinu.

Dómur félagsdóms í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Metnaður til að bæta kjör hóflegur

Í gær, 22:18 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði flokkinn vilja renna stoðum undir almenna hagsæld um leið og hann vildi tryggja að hún næði til allra en ekki bara sumra. „Enginn velkist í vafa um hverjir það eru sem standa höllustum fæti í íslensku samfélagi.“ Meira »

Gerum skynsemi almenna

Í gær, 22:20 Gerum skynsemi almenna og breytum fyrri vinnubrögðum og viðhorfum. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Píratar séu oft taldir róttækir og það ýmist talið þeim til skammar eða tekna. Meira »

Steingrímur er íhaldsmaður

Í gær, 22:07 Áframhaldandi áhersla á að setja heilbrigðismálin í forsæti er góðs viti. Það sé líka góð vísbending um að Vinstri grænum sé alvara með heilbrigðismálin að flokkurinn hafi tekið að sér þennan óvinsæla ráðherra stól. Þetta sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í kvöld. Meira »

Hver króna skilar sér áttfalt til baka

Í gær, 21:50 Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. Meira »

Gleymst hafi að kynna landsmönnum hersetu

Í gær, 21:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, byrjaði sína ræðu á að tala um það góða nafn sem Íslendingar hafa skapað sér vegna afstöðu til jafnréttis kynjanna, umhverfismála, málefna Norðurslóða, loftslagsmála, réttindamálum samkynhneigðra og þegar kemur að sjálfstæðisbaráttu ríkja. Meira »

Leiði björgunarleiðangur íslensks samfélags

Í gær, 21:47 „Við teljum að innviðir samfélagsins séu orðnir svo veikir að veruleg hætta stafi af. Þess vegna erum við hér,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á Alþingi í kvöld. Rangt sé að ný stjórn sé ekki að stuðla að kerfisbreytingum. Meira »

Baneitraður kokteill skattalækkana

Í gær, 21:42 Það er á tímum góðæris sem stærstu efnahagsmistök stjórnvalda eru gerð. Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í ræðu sinni. Stefna stjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi þvert gegn öllum varnaðarorðum og boðið sé upp á baneitraðan kokteil skattalækkana og útgjaldaaukningar. Meira »

Íþyngjandi frelsistakmarkanir á íslandi

Í gær, 21:25 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði hversu vel Íslendingum vegnaði og sagði lífskjör vera með því besta sem gerðist í heiminum. „En þrátt fyrir góða stöðu og jákvæðar horfur, er ekki þar með sagt að á Íslandi sé ekkert sem megi bæta, breyta eða lagfæra.“ Meira »

Stjórnarmyndunarviðræðurnar Hungurleikar

Í gær, 20:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kvaðst stolt yfir því að Katrín Jakobsdóttir sé orðin forsætisráðherra. „Það er ekki bara töff heldur er hún mannkostamanneskja sem vonandi tekst að taka utan um, ekki bara stjórnarflokkana heldur samfélagið allt,“ sagði hún. Meira »

Jöfnu tækifærin aðeins fyrir suma

Í gær, 21:26 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flutti sína fyrstu ræðu í ræðustól Alþingis og var þakklát fyrir það tækifæri sem kjósendur veittu henni. Hún sagði margt gott og kjarnmikið í nýjum stjórnarsáttmála, en allt of fátt sem hönd væri á festandi. Meira »

Ekki afgirt virki þar sem allt er bannað

Í gær, 21:06 Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 hefur þegar vakið athygli utan landsteinana. Þetta sagði umhverfisráðherra á Alþingi í kvöld. Einstakt tækifæri skapist þegar andstæð öfl í pólitík mætist við ríkisstjórnarborðið og þess vegna hafi hann ákveðið að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Meira »

Nýtt þing ára­mót stjórn­mála­manna

Í gær, 20:56 Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, sagði nýtt þing eins og áramót stjórnmálamanna og væntingar fyrir nýja ríkisstjórn miklar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Í jólapakka golfarans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...