Klofinn félagsdómur segir vinnustöðvun ólögmæta

Ótímabundið verkfall flugliða hjá Primera hefur verið dæmt ólögmætt.
Ótímabundið verkfall flugliða hjá Primera hefur verið dæmt ólögmætt. mbl.is

Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Dómurinn var aftur á móti klofinn þar sem niðurstaða þriggja dómara í dóminum var að um ólögmæta boðun væri að ræða. Tveir töldu hins vegar að formsatriði boðunar væru uppfyllt en tóku ekki efnislega afstöðu til þess hvort um væri að ræða ólöglega boðun eða ekki.

Primera Air stefndi Flugfreyjufélagi Íslands vegna verkfallsboðunarinnar, en í vor var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum hjá félaginu að boða til verkfalls um borð í vélunum á þeim forsendum að réttindi flugliða væru ekki virt um borð í vélunum og laun þeirra væru langt undir íslenskum lágmarkslaunum.

Deilt um hvort íslensk lög nái til Primera

Í málinu var meðal annars tekist á um hvort Flugfreyjufélagið gæti beitt þvingunaraðgerðum samkvæmt íslenskum lögum þar sem Primera væri ekki með starfsemi á Íslandi. Þá var einnig dregið í efa að Flugfreyjufélagið hefði samningsumboð fyrir starfsmenn flugfreyja um borð í vélum Primera.

Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er það skýrt að til þess að boðun vinnustöðvunar sé lögmæt þurfi samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur að hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara.

Ríkissáttasemjari lét málið ekki til sín taka

Samkvæmt dómi félagsdóms hafði Flugfreyjufélagið ítrekað reynt að fá Primera að gerð kjarasamninga fyrir þá sem starfi sem flugliðar um borð í vélum félagsins sem fljúgi til og frá Íslandi. Var óskað eftir fundi með forstjóra félagsins í júní 2016 og í desember sama ár var þess krafist að gengið yrði til formlegra viðræðna. Þá var tekið fram að yrði bréfinu ekki svarað fyrir 9. janúar 2017 yrði málið sent ríkissáttasemjara. Var það gert 23. janúar.

Ríkissáttasemjari svaraði þeirri beiðni 13. febrúar og sagði að „svo mikill vafi sé uppi um hvort ríkissáttasemjara sé rétt að koma að málinu í ljósi þess hvert umfang valdaheimilda ríkissáttasemjara er og möguleikar embættisins til að beita þeim valdaheimildum“ og var niðurstaðan því að sáttasemjari myndi ekki láta málið til sín taka.

Fleiri greiddu atkvæði en starfa á flugleiðinni

Í apríl var svo ákveðið með öllum atkvæðum á fundi Flugfreyjufélagsins að hafa atkvæðagreiðslu um umrædda vinnustöðvun. Var atkvæðagreiðslan dagana 2.-9. maí. Kosningarétt áttu 1.189 félagsmenn og greiddu 429 þeirra atkvæði eða 36,1%. Allir samþykktu vinnustöðvunina. Primera gagnrýndi að um hefði verið að ræða almenna atkvæðagreiðslu, en ekki sértæka sem næði bara til þeirra starfsmanna sem fljúgi á umræddum leiðum. Þá væri fjöldi þeirra sem tóku þátt meiri en þeirra sem sinntu umræddu flugi.

Segir Primera að það hafi fyrst verið eftir þessa atkvæðagreiðslu sem sáttasemjari hafi fyrst boðað til fundar í júní 2017. Vegna þess sé skilyrði um lögmæti atkvæðagreiðslunnar áður en reynt hafði verið til þrautar að ná sáttum ekki til staðar.

Klofinn félagsdómur 

Er meirihluti félagsdóms sammála þessum röksemdum flugfélagsins. „Samkvæmt því, sem að framan er rakið, verður ekki ráðið að neinar samningaviðræður hafi farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara frá því að kröfur voru lagðar fram, hvorki formlegar né óformlegar. Virðist það raunar óumdeilt,“ segir í dóminum. Er ótímabundin vinnustöðvun sem átti að hefjast 15. september, en var frestað til 24. nóvember því dæmd ólögmæt.

Minnihluti félagsdóms skilaði sératkvæði og taldi að Flugfreyjufélagið hafi formlega vísað málinu til ríkissáttasemjara í janúar. Embættið hafi þar brugðist hlutverki sínu og Flugfreyjufélagið geti ekki borið hallann af því að embættið hafi þar með haft verkfallsréttinn af félagsmönnum þess. „Að óbreyttri afstöðu ríkissáttasemjara yrði verkfallsréttur félagsmanna stefnda að engu hafður. Telja verður að sú viðleitni sem stefndi sýndi með því að vísa deilunni til sáttasemjara, og það tækifæri sem sáttasemjari þá hafði til þess að koma að deilunni, uppfylli það skilyrði um milligöngu sáttasemjara eins mál þetta liggur fyrir,“ segir í sérálitinu.

Vegna niðurstöðu meirihlutans er hins vegar ekki fjallað á annan hátt um efnisatriði málsins eða tekin afstaða til þeirra í sératkvæðinu.

Dómur félagsdóms í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

Í gær, 20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

Í gær, 19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

Í gær, 19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

Í gær, 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

Í gær, 17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

Í gær, 17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

Í gær, 17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

Í gær, 17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

Í gær, 17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

Í gær, 17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Glæsilegur lampi og skápur úr Tekki
Til sölu ca 60ára gamall lampi/skápur.Lítur mjög vel út. verð kr 38.000 uppl 8...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...