Sækja bætur vegna seinkunarinnar

mbl.is

Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda síðdegis á laugardag, lenti klukkan fjögur í morgun.

Hjónin Michael Clausen og Heiða Sigríður Davíðsdóttir voru á meðal farþega í vélinni, en þau segja upplýsingaskort frá flugfélaginu hafa verið það versta við töfina.

„Maður hefur fullan skilning á því að hlutir bili og gangi ekki eins og þeir eiga að gera, en það er þá lágmark að sýna fólki þá virðingu að reyna að skýra út og gefa upplýsingar um stöðuna,“ segir Michael í samtali við mbl.is. „Það vantaði algjörlega og við fréttum það til dæmis bara frá fólki frá Íslandi að vélin myndi líklega ekki fara á réttum tíma því það var búið að seinka fluginu frá Íslandi.“

mbl.is hef­ur ekki náð í for­svars­menn Pri­mera Air vegna máls­ins þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. For­stjóri Pri­mera Air, Hrafn Þor­geirs­son, sagði í sam­tali við mbl.is í gærmorgun að ástæða seink­un­ar­inn­ar væri vél­ar­bil­un. Sama og úti­lokað væri að fá leigu­vél­ar til þess að hlaupa í skarðið um helg­ar í sum­ar og þá tæki tíma að fá vara­hluti og hvíla áhöfn­ina. Fleiri slík mál hafa komið upp um helg­ina.

Frétt mbl.is: „Þetta er bara óhappa­helgi hjá okk­ur“

Vakandi á annan sólarhring

Hjónin, ásamt öðrum farþegum vélarinnar, biðu á flugvellinum á Tenerife alla aðfaranótt sunnudags og gátu því ekkert sofið. Upp úr hádegi á sunnudag var farþegum tilkynnt að ekki yrði flogið fyrr en klukkan 11 á sunnudagskvöld. Var farþegunum tjáð að þeim yrði útvegað hótel og þangað voru þeir keyrðir. „Flestir voru þá búnir að vaka á annan sólarhring því við vöknuðum snemma á laugardagsmorgni og þetta var á hádegi á sunnudegi,“ segir Michael.

Komið var á hótelið um klukkan tvö á sunnudag, en boðið var upp á mat klukkan fjögur. Michael segir marga hins vegar hafa sleppt matnum til að ná að leggja sig. Þegar farið var frá hótelinu í gærkvöldi fengu farþegar svo nestispakka með samlokum. „Við nýttum okkur það ekki heldur fórum og fengum okkur að borða, enda var maður ekki spenntur fyrir brauði eftir að vera búinn að vera hálfan sólarhring á flugstöðinni og borða ekkert annað þar.“

Frekari seinkun olli skjálfta hjá fólki

Þegar í flugstöðina var komið kom í ljós önnur korters-seinkun, sem Michael segir hafa valdið skjálfta hjá fólki. „Klukkan korter í ellefu var ekki að sjá að það ætti að fara að innrita um borð sem minnti á daginn áður,“ segir hann, en bætir við að sem betur fer hafi heimferðin gengið snurðulaust fyrir sig eftir að farið var að innrita korteri síðar.

Þegar í vélina var komið steig flugstjórinn út úr flugstjórnarklefanum til að útskýra fyrir farþegum ástæður seinkunarinnar. „Það var eiginlega það besta sem við fengum,“ segir Michael. „Hann stóð persónulega þarna sjálfur og skýrði út að það hefði orðið bilun í vélinni og síðan að það hafi orðið ljóst að flughöfnin þyrfti hvíld samkvæmt reglugerð og öryggisástæðum og því hefði ekki verið hægt að fara strax,“ segir hann.

Afsökunarbeiðni barst frá Vita

Flugvélin lenti loks á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur í nótt og voru farþegar því flestir komnir heim til sín á milli hálfsex og sex í morgun. „Þá þurfti maður að hvíla sig að minnsta kosti til hádegis eftir þetta ferðalag og alla biðina,“ segir Michael.

Farþegar hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, auk annars konar tjóns eins og Michael bendir á: „Það var til dæmis búið að bjóða okkur í útskriftarveislu á laugardagskvöld og það var auðvitað mjög leiðinlegt að missa af því,“ segir hann.

Þá hafi verið mörg ung börn í farþegahópnum og erfitt hafi verið fyrir foreldrana að vera með börn sín í hálfan sólarhring á flugstöðinni á Tenerife.

„En óvissan og samskiptaleysið var stóra vandamálið,“ segir Michael. Spurður um það hvort afsökunarbeiðni hafi borist frá Primera Air svarar hann neitandi. „En Vita sendi póst í dag og baðst afsökunar á þessu og benti okkur á rétt okkar til að sækja bætur,“ segir Michael, en Vita er ferðaskrifstofan sem stóð fyrir ferðinni.

„Það er alveg ljóst að menn sækja þær bætur enda áttu langflest okkar að fara í vinnu í dag, og maður er ekkert að gera það þegar maður er ekki kominn heim fyrr en klukkan sex um morgun,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vasaljós Ennisljós Luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...