Sækja bætur vegna seinkunarinnar

mbl.is

Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda síðdegis á laugardag, lenti klukkan fjögur í morgun.

Frétt mbl.is: „Versta er skort­ur­inn á upp­lýs­ing­um“

Hjónin Michael Clausen og Heiða Sigríður Davíðsdóttir voru á meðal farþega í vélinni, en þau segja upplýsingaskort frá flugfélaginu hafa verið það versta við töfina.

„Maður hefur fullan skilning á því að hlutir bili og gangi ekki eins og þeir eiga að gera, en það er þá lágmark að sýna fólki þá virðingu að reyna að skýra út og gefa upplýsingar um stöðuna,“ segir Michael í samtali við mbl.is. „Það vantaði algjörlega og við fréttum það til dæmis bara frá fólki frá Íslandi að vélin myndi líklega ekki fara á réttum tíma því það var búið að seinka fluginu frá Íslandi.“

mbl.is hef­ur ekki náð í for­svars­menn Pri­mera Air vegna máls­ins þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. For­stjóri Pri­mera Air, Hrafn Þor­geirs­son, sagði í sam­tali við mbl.is í gærmorgun að ástæða seink­un­ar­inn­ar væri vél­ar­bil­un. Sama og úti­lokað væri að fá leigu­vél­ar til þess að hlaupa í skarðið um helg­ar í sum­ar og þá tæki tíma að fá vara­hluti og hvíla áhöfn­ina. Fleiri slík mál hafa komið upp um helg­ina.

Frétt mbl.is: „Þetta er bara óhappa­helgi hjá okk­ur“

Vakandi á annan sólarhring

Hjónin, ásamt öðrum farþegum vélarinnar, biðu á flugvellinum á Tenerife alla aðfaranótt sunnudags og gátu því ekkert sofið. Upp úr hádegi á sunnudag var farþegum tilkynnt að ekki yrði flogið fyrr en klukkan 11 á sunnudagskvöld. Var farþegunum tjáð að þeim yrði útvegað hótel og þangað voru þeir keyrðir. „Flestir voru þá búnir að vaka á annan sólarhring því við vöknuðum snemma á laugardagsmorgni og þetta var á hádegi á sunnudegi,“ segir Michael.

Komið var á hótelið um klukkan tvö á sunnudag, en boðið var upp á mat klukkan fjögur. Michael segir marga hins vegar hafa sleppt matnum til að ná að leggja sig. Þegar farið var frá hótelinu í gærkvöldi fengu farþegar svo nestispakka með samlokum. „Við nýttum okkur það ekki heldur fórum og fengum okkur að borða, enda var maður ekki spenntur fyrir brauði eftir að vera búinn að vera hálfan sólarhring á flugstöðinni og borða ekkert annað þar.“

Frétt mbl.is: „Fólk sef­ur bara hérna á gólf­un­um“

Frekari seinkun olli skjálfta hjá fólki

Þegar í flugstöðina var komið kom í ljós önnur korters-seinkun, sem Michael segir hafa valdið skjálfta hjá fólki. „Klukkan korter í ellefu var ekki að sjá að það ætti að fara að innrita um borð sem minnti á daginn áður,“ segir hann, en bætir við að sem betur fer hafi heimferðin gengið snurðulaust fyrir sig eftir að farið var að innrita korteri síðar.

Þegar í vélina var komið steig flugstjórinn út úr flugstjórnarklefanum til að útskýra fyrir farþegum ástæður seinkunarinnar. „Það var eiginlega það besta sem við fengum,“ segir Michael. „Hann stóð persónulega þarna sjálfur og skýrði út að það hefði orðið bilun í vélinni og síðan að það hafi orðið ljóst að flughöfnin þyrfti hvíld samkvæmt reglugerð og öryggisástæðum og því hefði ekki verið hægt að fara strax,“ segir hann.

Afsökunarbeiðni barst frá Vita

Flugvélin lenti loks á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur í nótt og voru farþegar því flestir komnir heim til sín á milli hálfsex og sex í morgun. „Þá þurfti maður að hvíla sig að minnsta kosti til hádegis eftir þetta ferðalag og alla biðina,“ segir Michael.

Farþegar hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, auk annars konar tjóns eins og Michael bendir á: „Það var til dæmis búið að bjóða okkur í útskriftarveislu á laugardagskvöld og það var auðvitað mjög leiðinlegt að missa af því,“ segir hann.

Þá hafi verið mörg ung börn í farþegahópnum og erfitt hafi verið fyrir foreldrana að vera með börn sín í hálfan sólarhring á flugstöðinni á Tenerife.

„En óvissan og samskiptaleysið var stóra vandamálið,“ segir Michael. Spurður um það hvort afsökunarbeiðni hafi borist frá Primera Air svarar hann neitandi. „En Vita sendi póst í dag og baðst afsökunar á þessu og benti okkur á rétt okkar til að sækja bætur,“ segir Michael, en Vita er ferðaskrifstofan sem stóð fyrir ferðinni.

„Það er alveg ljóst að menn sækja þær bætur enda áttu langflest okkar að fara í vinnu í dag, og maður er ekkert að gera það þegar maður er ekki kominn heim fyrr en klukkan sex um morgun,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »
Land Rover freelander 1999
til sölu er bilaður góður fyrir handlægin keyrður ca 140 þ, óska eftir tilboði ...
Herbergi til leigu
Erum með rúmgott rými/herbergi til leigu í einbýlishúsi í Kópavogi. Sérinngangu...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...