Geir segist virða niðurstöðuna

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Var hann þar dæmdur fyrir að hafa í aðdrag­anda falls viðskipta­bank­anna þriggja haustið 2008 brotið gegn 17. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar þar sem kveðið er á um að skyldu til þess að halda ráðherra­fundi um mik­il­væg stjórn­ar­mál­efni.

Í tilkynningunni fer Geir yfir málið og segir að hann hafi unnið landsdómsmálið efnislega á sínum tíma. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig,“ segir hann.

Segir Geir að sagan sýni að margar þær ákvarðanir sem hann hafi borið ábyrgð á og skipt mestu í aðdraganda og kjöfar hrunsins hafi verið þjóðinni til gæfu og forðað „henni frá því að sogast inn í gjaldþrot bankanna.

Geir segir að ýmsa lærdóma megi draga af ferlinu í kringum landsdómsmálið, sem hafi tekið alls sjö ár. Segir hann að í stjórnmálum eigi menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi og segist hann vona það innilega að íslenskir stjórnmálamenn muni aldrei aftur feta þennan veg sem var farinn í málinu.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Í morgun barst niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem ég bar undir dómstólinn vegna málshöfðunar naums meirihluta Alþingis gegn mér fyrir Landsdómi haustið 2010. Upphafleg ákæruatriði voru sex talsins en Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá dómi og sýknaði mig vorið 2012 af alvarlegustu ákæruatriðunum. Níu dómarar af fimmtán sakfelldu mig hins vegar án refsingar fyrir að hafa ekki rætt vanda bankanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 nægilega í ríkisstjórn. Málskostnaður var felldur á ríkissjóð.

Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Ég vann landsdómsmálið efnislega. En í ljósi þess að ég var sakfelldur án refsingar fyrir eitt minni háttar atriði í málinu taldi ég mér skylt að fá úr því skorið hjá Mannréttindadómstólnum hvort Alþingi hefði með málsmeðferð sinni og málshöfðun brotið gegn mannréttindasáttmálanum. Einkum taldi ég mikilvægt að láta reyna á hvort það stæðist nútímakröfur um réttarfar að þingmenn færu með ákæruvald og að meirihluti dómara væri kosinn pólitískri kosningu.

Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu. Ég virði þá niðurstöðu.

-----

Sagan og samanburður við önnur lönd hefur leitt í ljós að margar þær ákvarðanir sem ég bar ábyrgð á og mestu skiptu í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins voru þjóðinni til gæfu og forðuðu henni frá því að sogast inn í gjaldþrot bankanna, sem ég varaði við í ávarpi til þjóðarinnar daginn sem neyðarlögin voru sett.

Allt orkar tvímælis þá gert er og eðlilegt að ákvarðanir ráðamanna á erfiðum tímum séu rýndar og endurmetnar. Ég hef alltaf verið tilbúinn til að svara fyrir mín störf í aðdraganda bankahrunsins og ekki skorast undan pólitískri ábyrgð. Ég var hins vegar ekki tilbúinn til þess að una mótbárulaust þeim málatilbúnaði sem lá að baki landsdómsmálinu þar sem efnt var til refsimáls á flokkspólitískum forsendum vegna pólitískra ákvarðana. Ég vona innilega að íslenskir stjórnmálamenn feti þann veg aldrei aftur.

Ákæran á hendur mér var vissulega áfall á sínum tíma. Ýmsir þeirra sem að ákærunni stóðu hafa hins vegar ýmist opinberlega eða í einkasamtölum lýst eftirsjá yfir þátttöku sinni í þeim pólitíska leik eða beðist afsökunar. Mér þykir vænt um þau viðbrögð. Ég er sömuleiðis þakklátur þeim fjölmörgu sem hafa lagt mér lið í þessu máli undanfarin sjö ár. Stuðningur þeirra hefur verið mér og fjölskyldu minni ómetanlegur

-----

Mannréttindadómstóllinn hefur haft mál mitt til meðferðar í fimm ár, sjö ár eru liðin frá ákæru Alþingis og níu ár frá bankahruninu. Langt ferli er því að baki.

Ýmsa lærdóma má draga af þessu ferli og verður vonandi gert, m.a. á Alþingi. Í stjórnmálum eiga menn að gera út um ágreining á hinum pólitíska vettvangi, á þingi og í kosningum. Um það ályktaði þing Evrópuráðsins sérstaklega vorið 2013 og vísaði m.a. til landsdómsmálsins. Vonandi getur náðst víðtæk samstaða á Íslandi um þetta grundvallaratriði.

mbl.is

Innlent »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bóta vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Anna María er varaformaður KÍ

14:47 Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86% greiddra atkvæða. Fjórir félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið. Meira »

Lög á deiluna koma ekki til greina

14:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, segir það ekki koma til greina að setja lög á boðað verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Meira »

Óvenjumörg stjörnuhröp sýnileg í kvöld

14:20 Loft­steina­dríf­an Gem­inít­ar verður í há­marki í kvöld og nótt en það þýðir að fólk gæti séð fleiri stjörnuhröp en alla jafna. Búast má við því að sjá nokkra tugi stjörnuhrapa á klukkustund. Meira »

Óhugnanleg árás í Garðabæ óupplýst

14:17 Ráðist var að 10 ára stúlku sem var á gangi í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlkan náði að sleppa en talið er að gerandinn sé piltur á aldrinum 17-19 ára. Lögregla rannsakar málið. Meira »

Launakröfur „fullkomlega óraunhæfar“

13:40 „Kröfur flugvirkja eru fullkomlega óraunhæfar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands vegna Icelandair. Meira »

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

13:43 Karlmaður hefur verið dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. janúar vegna ítrekaðra innbrota, þjófnaða, fíkniefnabrota, umferðarlagabrota, fjársvika og eignaspjalla. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um varðhaldið, en hann hefur setið í varðhaldi frá 11. nóvember. Meira »

Fleiri akreinar og akrein fyrir strætó

12:58 Til stendur að gera endurbætur á Hafnarfjarðarvegi þar sem hann liggur fram hjá Garðabæ frá Vífilsstaðavegi að Lyngási samkvæmt nýrri tillögu. Bæta á við beygjuakrein, fjölga almennum akreinum og setja sérstaka strætisvagnaakrein. Þá verða gerð ný undirgöng og hringtorgi bætt við á Vífilsstaðavegi. Meira »

Stefnuræðan stytt um tvær mínútur

12:11 Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á Alþingi annað kvöld verða styttri en verið hefur vegna þess að þingflokkarnir eru orðnir átta talsins. Meira »

Segja gamla veginn stórhættulegan

11:20 Fasteignaeigendur og íbúar Prýðahverfis hafa skorað á bæjarráð Garðabæjar að hvika hvergi frá samþykktum um lokun gamla Álftanesvegar. Meira »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Formaður VR hvetur til mótmæla

10:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur hvatt til þess að mótmæli fari fram á föstudaginn fyrir utan húsnæði eignarhaldsfélagsins Klakka vegna fregna um bónusgreiðslur níu starfsmanna og stjórnarmanna í félaginu. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006, EINN EIGANDI, EK. AÐEINS 104 Þ. KM., 2,4L., 5 GÍRA, DÖKKT L...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...