Geitungarnir fá viðurkenningu

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, tók við viðurkenningunni.
Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, tók við viðurkenningunni.

Eipa, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í vikunni Hafnarfjarðarbæ EPSA-viðurkenningu, eða svokölluð European public sector award.

Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlausnir á krefjandi viðfangsefnum. Þema EPSA-verðlaunanna árið 2017 var nýsköpun í opinberri þjónustu en viðurkenningin var veitt í Maastricht í Hollandi núna í vikunni.

Stofnunni bárust alls 149 tilefningar frá 30 aðildarlöndum í öllum geirum og þvert á málaflokka. Hafnfirska verkefnið sem hlaut þessa eftir stóttu viðurkenningu ber nafnið Geitungarnir, atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert