Í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar

Árásin átti sér stað á Austurvelli.
Árásin átti sér stað á Austurvelli. mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað karlmann í tólf daga gæsluvarðhald, eða til 15. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt.

Mennirnir sem særðust voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er lífshættulega særður. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, sem segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert